Innlent

Langur ríkisstjórnarfundur í morgun

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin fundaði í tvær og hálfar klukkustundir í morgun en það þykir ansi löng fundarseta á þeim bænum. Eins og komið hefur fram, er mikil vinna framundan við að koma á fót endurreisn bankanna. Það verður þó að gerast sem allra fyrst til að renna styrkari stoðum undir framþróun efnahagslífsins. Endurreisn bankakerfisins var aðalumræðuefnið á ríkisstjórnarfundinum.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, vildu lítið tjá sig um efni fundarins og endurreisn bankanna þegar leitast var eftir því. Þeir sögðu málið á afar viðkvæmu stigi. Það þyrfti fyrst að kynna það fyrir hagsmunaaðilum og viðkomandi stofnunum eins og Fjármálaeftirlitinu, áður en þeir færu að tjá sig um efni fundarins við fjölmiðla.

Stefnt er að opinberri kynningu um endurreisn bankanna á mánudaginn.

Meira um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×