Innlent

Endurskipulagning tefst

Upplýsingafulltrúi Landsbankans
Páll Benediktsson segir endurskipulagningu Landsbankans viðamikið verkefni og það hafi tekið lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. fréttablaðið/róbert
Upplýsingafulltrúi Landsbankans Páll Benediktsson segir endurskipulagningu Landsbankans viðamikið verkefni og það hafi tekið lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. fréttablaðið/róbert

„Það er verið að takast á um ákveðna liði og þetta mun dragast um einhverja daga allavega,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans. Hann segir óljóst hvenær endurfjármögnunarferli Landsbankans muni ljúka og það muni væntanlega dragast eitthvað.

Í yfirlýsingu frá fjármálaráðuneytinu í gær kom fram að ráðgert væri að gera grein fyrir niðurstöðum samningaviðræðna á mánudag.

Páll segir að gert verði ákveðið stöðumat á mánudag en hann gerir ekki ráð fyrir því að ferlinu muni ljúka fyrr en seinni part næstu viku. Páll segir að þetta sé gríðarlega stórt og mikið mál og það hafi tekið aðeins meiri tíma en menn hafi upphaflega gefið sér.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur það einnig tæpt að samningaviðræðum ljúki á mánudag á milli kröfuhafa og skilanefnda Kaupþings og Glitnis líkt og stefnt var að.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir það enn áætlað að ljúka viðræðunum á mánudag og ekki hafi verið ákveðið að fresta þeim að svo stöddu. Hann segir að stefnt sé að því að kynna málið fyrir nefndum og öðrum aðilum fyrir hádegi á mánudag.

- bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×