Innlent

Rödd skynseminnar sigraði

Andrés Pétursson
Andrés Pétursson

Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir rödd skynseminnar hafa sigrað á Alþingi í fyrradag.

„Þetta er mikilvægur áfangi sem er þegar búinn að senda mikilvæg skilaboð út á markaðinn sem ég held að muni hafa áhrif á greiðslukjör ríkisins og almennt viðskiptaumhverfi."

Andrés er bjartsýnn á viðræðurnar.

„Evrópusambandið er harður viðsemjandi en við eigum gott fólk til að semja við það og ég hef fulla trú á að við náum ásættanlegum samningi sem þjóðin mun bera gæfu til að samþykkja." - sh


Tengdar fréttir

Grillað í öllum görðum í kvöld

Stokkseyringar halda bryggjuhátíð í sjötta sinn nú um helgina. Undirtitill hátíðarinnar hefur alltaf verið „brú til brottfluttra“ og hafa brottfluttir alltaf sótt hátíðina vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×