Fleiri fréttir

Tryggva Þór ekki snúist hugur

„Alls ekki," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort honum hafi snúist hugur síðan hann ræddi við BBC í viðtali sem birtist þann 6. október 2008. Í samtali hans við breskan blaðamann féllst Tryggvi á ábyrgð hins íslenska tryggingasjóðs innistæðueigenda á breskum innistæðum í Icesave málinu.

Meintur smyglari tapar skaðabótamáli - aftur

Sigurjón M. Egilsson fyrrum ritstjóri DV og Erla Hlynsdóttir blaðamaður voru sýknuð í meiðyrðarmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið höfðaði Rúnar Þór Róbertsson á þeim forsendum að blaðið hefði kallað hann fíkniefnasmyglara árið 2008. Sjálfur sat Rúnar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að smyglinu árið 2007. Um var að ræða stófelldan innflutning á kókaíni. Fjögur kíló af efninu voru falin í Benz bifreið sem var á Sundahöfn.

Nokkrir eftirskjálftar í gær

Nokkrir jarðskjálftar fylgdu í kjölfar skjálftans sem reið yfir norðaustan við Krísuvík um klukkkan hálfsex í gær.

Eldur í 4000 fermetra skemmu á Keilugranda

Eldur kom upp í fjögur þúsund fermetra vöruskemmu við Keilugranda 1 í nótt um klukkan hálf fjögur. Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar á staðinn enda um stórt hús að ræða. Eldur var á staðnum þegar liðið mætti á svæðið en vel gekk að ráða niðurlögum hans. Húsið var hins vegar fullt af reyk og tók langan tíma að reykræsta.

Skrýtið að semja um launahækkanir

Þórarinn V. Þórarinsson, sem var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands þegar þjóðarsáttin var gerð, segir skrýtið að samið sé um launahækkanir í stöðugleikasáttmálanum.

Stríðsástand gæti skapast verði Icesave hafnað

Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor sem segist mjög hissa á óábyrgri afstöðu sumra stjórnmálamanna til málsins.

Fingraför í öll vegabréf

Fingraför verða í örgjörvum allra nýrra vegabréfa sem koma út eftir 28. júní. Þetta er gert í samræmi við samþykktir Schengen-ríkja á vettvangi ESB. Eldri vegabréf halda gildi sínu út gildistímann, að sögn Þorvarðar Kára Ólafssonar, skilríkja- og öryggis­sérfræðings hjá Þjóðskrá.

Tóku fíkniefni, peninga og þýfi

Fíkniefni fundust við húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um var að ræða kókaín, amfetamín og hass.

Kríukrísa í Flatey

„Áður heyrði maður varla neitt fyrir kríunni en nú heyrir maður varla í henni,“ segir Magnús Jónsson bóndi í Flatey um ástand kríustofnsins þar, sem er afar slakt.

Tryggvi Þór lofaði ríkisábyrgð á Icesave

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að íslenska ríkið myndi standa við skuldbindingar sínar vegna breskra innistæðueigenda í samtali við fréttastofu BBC, sem birti frétt um málið þann 6. október 2008. Þá voru liðnir nokkrir dagar frá því að ríkið yfirtók Glitni, og órói hafði gripið um sig meðal innistæðueigenda Landsbankans erlendis.

Hvalveiðar Íslands ekki gagnrýndar í Alþjóða Hvalveiðiráðinu

Framtíð Alþjóða hvalveiðiráðsins hangir á bláþræði. Þær þjóðir í ráðinu sem eru andsnúnar og hlynntar hvalveiðum fá eitt ár til að ná sáttum ellegar þurfi að hugsa starfsemi ráðsins alveg upp á nýtt. Aðalfulltrúi Íslands í ráðinu segir sáttatón ríkja á aðalfundi þess. Hvalveiðar Íslendinga hafi ekki verið gagnrýndar.

Auðmenn keyptu hús sín í gegn um eignarhaldsfélög

Það var tíska í hópi auðmanna að skrá eignarhaldsfélag fyrir heimilum sínum. Það er löglegt að láta eignarhaldsfélag kaupa hús fyrir sig og sína - en það fyrirkomulag hefur verið misnotað nokkuð á síðustu árum og mönnum gert að endurgreiða skattinum. Fréttastofa rýnir í Fjölnisvegarfléttu Hannesar Smárasonar.

Eldur í bílskúr og bíl

Eldur kviknaði í bílskúr og barst í nálægan bíl við Marbakkabraut í Kópavogi fyrr í kvöld. Að sögn lögreglu var einn fluttur á slysadeild með brunasár. Ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu, en slökkvilið er ennþá á vettvangi.

Strandveiðar hefjast

Þeir sem hug hafa á byrja að róa til fiskjar í sumar geta nú sótt um leyfi til Fiskistofu. Ný lög um frjálsar strandveiðar hafa tekið gildi og í hádeginu undirritaði Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra reglugerð um veiðarnar.

Víðtækt samkomulag á vinnumarkaði

Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðrins og ríkisstjórnarinnar nær til 150 þúsund manna á launamarkaði og er ætlað að vera grunnur að endurreisn íslensks atvinnulífs. Laun þeirra sem eru á taxtalaunum hækka um mánaðamótin en aðrir fá ekki launahækkun fyrr en í nóvember. Skattar verða hækkaðir um tugi milljarða og enn hærri fjárhæðir skornar niður.

Hótelstjóri á Grundarfirði: Svona er þessi bransi

„Það voru einhverjar konur hérna sem settu upp markað og urðu fyrir vonbrigðum með að enginn skyldi verða eftir í bænum. Svona er þessi bransi bara,“ segir Gísli Ólafsson, hótelstjóri á Grundarfirði.

240 manns sótt foreldranámskeið eftir bankahrun

„Eftir meira en tíu ára starf mitt á þessu sviði, þá er þetta okkar mesti árangur fram að þessu,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi. 120 pör hafa sótt tíu foreldranámskeið sem ráðgjafarfyrirtæki Ólafs, ÓB-ráðgjöf, setti á fót í kjölfar bankahrunsins í samstarfi við þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og heilsugæslustöðvar.

Söngvari enn í endurhæfingu eftir fall

Duncan McKnight, rúmlega tvítugur söngvari berlínsku hljómsveitarinnar Virgin Tongues hefur verið á sjúkrahúsi í Reykjavík í níu vikur, eftir að hann féll af þriðju hæð húss við Skólavörðustíg hinn fyrsta maí.

Bifröst: Deilur um vanskil komnar fyrir dómstóla

Rektor háskólans á Bifröst segir fjárhagsstöðu skólans góða, þrátt fyrir 80 milljón króna tap á síðasta ári. Deilur um meint vanskil vegna nýrra nemendagarða eru nú komnar fyrir dómstóla.

Grunnur að endurreisn efnahagslífsins

Markmið stöðuleikasáttarinnar er að stýrivextir verði komnir í eins stafs tölu í nóvember, verðbólga verði komin í 2,5 prósent í lok næsta árs og unnið verði gegn atvinnuleysi með framkvæmdum með aðkomu lífeyrissjóða og einkaaðila.

Snarpur skjálfti fannst víða um Reykjavík

Snarpur jarðskjálfti varð rétt í þessu og fannst víða um Reykjavík. Samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofu var um tvo skjálfta að ræða um tuttugu mínútur yfir fimm. Áttu skjálftarnir upptök sín um fimm og hálfan kílómetra norðaustur af Krýsuvík og voru 2,6 og 3,9 á Richter.Þessar tölur eru ekki yfirfarnar.

Fyrrum seðlabankastjórar hafa verið yfirheyrðir

Rannsóknarnefnd Alþingis hefur tekið formlegar skýrslur af 26 einstaklingum. Þar á meðal eru ráðherrar, fyrrverandi og núverandi, fyrrverandi bankastjórar Seðlabanka Íslands og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrrverandi bankastjórar, starfsmenn úr stjórnsýslunni og bönkunum og sjálfstæðir sérfræðingar sem unnið hafa á vegum þessara aðila. Þetta kemur fram á vef rannsóknarnefndarinnar.

Sigríður Benediktsdóttir ekki vanhæf

Þeir Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Benediktsdóttir, samstarfskona þeirra í Rannsóknarnefnd Alþingis sé ekki vanhæf vegna ummæla sem hún viðhafði í viðtali við Yale Daily News þann 31. mars síðastliðinn.

Sáttmáli um nýja sókn í atvinnumálum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að með stöðugleikasáttmálanum hafi náðst breið samstaða allra aðila á vinnumarkaði, sveitarfélaga og ríkis um átak til að endurreisa efnahagslífið með fjölþættum aðgerðum.

Tekinn með fullt af grillkjöti

Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Í Kópavogi var brotist inn í tvo bíla og munir teknir úr öðrum þeirra. Sami maður reyndist hafa verið að verki í báðum tilvikum. Hann er á þrítugsaldri og var færður í fangageymslu lögreglunnar. Maðurinn var mjög vel birgur af grillkjöti þegar hann var handtekinn en fátt var um svör þegar spurt var hvaðan maturinn væri kominn.

Neyðast til að fella niður ferðir til Portúgals

Þorsteinn Guðjónsson forstjóri Úrvals Útsýnar segir að ferðir til Portúgals hafi verið felldar niður seinni hluta sumars. Hann segir að einfaldlega séu of fáir sem hafi skráð sig í þessar ferðir og því hafi verið ákveðið að fella þær niður. Þeir sem áttu bókað í þessar ferðir fá annaðhvort endurgreitt eða er boðið upp á aðra valkosti.

Seldi bíl en hirti peninginn

Maður hefur verið ákærður fyrir að draga sér söluandvirði bíls sem hann var að selja fyrir annan mann og jafnframt skrá bíl sem kom upp í söluvirði hins bílsins á sitt eigið nafn.

Viðbrögð helstu aðila: Sáttamáli um framfarir en ekki stöðnun

Fjölmargir aðilar koma að undirritun stöðugleikasáttmálans sem var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu rétt fyrir klukan tvö í dag. Við það tækifæri tjáðu ýmsir sig um samninginn og sagði Jóhanna Sigurðardóttir að um tímamótaviðburð væri að ræða. Aldrei hefði verið mikilvægara að undirrita slíkan sáttmálan en einmitt nú og hann væri lykilatriði í endurreisninni.

Búið að skrifa undir stöðugleikasáttmálann

Samningar hafa tekist um stöðugleikasáttmála sem er eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar við endurreisn efnahagslífsins. Forsvarsmenn ríkisstjórnar, sveitarfélaga, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar og stéttarfélaga skrifuðu undir samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Stöðugleikasáttmálinn tekur til margra þeirra helstu þátta sem mestri óvissu hafa verið háðir síðustu mánuðina og er sáttmálinn ein þeirra meginstoða sem framtíðar uppbygging efnahagslífsins hvílir á. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera segir þetta afara mikilvægan áfanga og veigamikla forsendu fyrir endurreisnarstarfinu á næstu misserum.

Í gæsluvarðhald vegna skelfilegrar líkamsárásar

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni vegna líkams árásar í Bakkagerði 1 á sunnudagskvöld. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní.

Svíar samþykkja 700 milljón dala lán til Íslendinga

Sænska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún muni samþykkja 700 milljón Bandaríkjadala lánveitingu til Íslands til viðbótar þeim lánum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar lofað Íslendingum.

Fjármálaráðherra Hollands viss um að Icesave verði samþykkt

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, er sannfærður um að Alþingi Íslendinga samþykki ábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins við Hollendinga. Hollenska þingið ræðir áfram í dag skýrslu um Icesave-málið þar sem ábyrgðinni er skellt á Landsbankann og íslenska fjármálaeftirlitið.

Stjórnvöld taki afstöðu til bóta fyrir börn á vistheimilum

Nefnd um starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn á vegum ríkisins og sérskóla, sem áður voru starfandi, skilar áfangaskýrslu á næstu vikum. Formaður nefndarinnar segir það verkefni stjórnvalda að taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti skuli koma til móts við vistmenn á heimilunum og nemendur sérskóla með bótum hafi þeir sætt illri meðferð eða ofbeldi.

Brot af framkvæmdafénu fer til höfuðborgarsvæðisins

Aðeins 2-3% af framkvæmdafé Vegagerðarinnar í ár mun fara til höfuðborgarsvæðisins, eftir nýjasta niðurskurð ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að 70% af tekjum ríkisins af umferð komi frá þessu þéttbýlasta svæði landsins.

Jóhanna meinaði samningsaðilum að yfirgefa stjórnarráðið

Forsætisráðherra kallaði samningsaðila varðandi stöðugleika sátt á sinn fund í gærkvöldi og tilkynnti þeim að þeir fengju ekki að yfirgefa stjórnarráðið fyrr en samkomulag væri í höfn um nýjan stöðugleikasáttmála. Skattar hækka mikið á næsta ári en skattahækkanir verða allt að 45 prósent af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að ná endum saman í ríkisfjármálum.

Alvarleg staða í fangelsum á Íslandi

Fangelsin á Íslandi eru nú svo yfirfull, að stórar líkur eru á að það bitni á starfsfólki. Ástandið veldur áhyggjum hjá norrænum fangavarðafélögum. Kim Østerbye formaður Norræna Fangavarðasambandsins, segir: „Í augnablikinu eru íslensk fangelsi meira en fullnýtt. Margir einstaklingsklefar eru tvímannaðir. Þetta hefur í för með sér óásættanlegt vinnuálag á starfsfólk, aukið stress og aukna hættu á veikindum.

Skrifað undir klukkan hálftvö

Undirritun Stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hefur verið sett klukkan hálftvö. Fyrst stóð til að skrifa undir í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálf eitt í dag, því var síðan frestað til hálf tvö. Þá bárust fréttir þess efnis úr Forsætisráðuneytinu að undirritunin dagist fram á daginn. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt um að undirritunin verði í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálftvö.

Ábendingar um kynferðisofbeldi beint til ríkislögreglustjóra

Barnaheill og ríkislögreglustjóri hafa gert með sér samning um að framvegis fari ábendingar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu beint til ríkislögreglustjóra. Barnaheill hefur starfrækt ábendingalínuna frá 2001 og er það hluti af verkefninu „Stöðvum barnaklám á Netinu“ sem styrkt hefur verið af ESB.

Táningur ákærður fyrir fjárdrátt í 10-11

Átján ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Brotin áttu sér stað á tímabilinu 28. febrúar til 19. mars 2008 þegar maðurinn starfaði sem verslunarmaður í tveimur verslunum 10-11 Hraðkaupa í Reykjavík en þá var hann einungis sautján ára gamall. Maður á að hafa dregið að sér samtals 333.811 krónur.

Stefnt að stöðugleikasáttmála í dag

Stefnt er að undirritun stöðugleikasáttmálans svokallaða í dag en stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar hafa fundað stíft síðustu daga og vikur.

Stálu dekkjum úr gámi í Hafnarfirði

Tveir menn gista nú fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir brutust inn í gám í Hafnarfirði og stálu þaðan 16 bíldekkjum.

Icesave skekur ríkisstjórnina

Stjórnarandstaðan mun greiða atkvæði gegn Icesave-samningnum á Alþingi, miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir. Þingflokkur Samfylkingarinnar mun allur styðja samninginn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Lagfærði húsið fyrir fimmfalt kaupvirði

Hannes Smárason gerði endurbætur á húsi sínu við Fjölnisveg 9 fyrir um 350 milljónir króna á þriggja ára tímabili, árin 2005 til 2007, að því er fram kemur í bókhaldi hans. Hann keypti húsið árið áður á 70 milljónir – fimmtung af því sem hann átti síðar eftir að leggja í húsið. Þetta er meðal þess sem sjá má í úrskurði héraðsdóms, sem hafnað hefur kröfu Hannesar um að húsleitir á lögmannsstofunni LOGOS og Fjölnisvegi 9 og 11 yrðu úrskurðaðar ólögmætar.

Sjá næstu 50 fréttir