Tryggva Þór ekki snúist hugur Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 26. júní 2009 10:35 Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. MYND/Anton Brink „Alls ekki," segir Tryggvi Þór Herbertsson, aðspurður hvort honum hafi snúist hugur síðan hann ræddi við BBC í viðtali sem birtist þann 6. október 2008. Í samtali hans við breskan blaðamann féllst Tryggvi á ábyrgð hins íslenska tryggingasjóðs innistæðueigenda á breskum innistæðum í Icesave málinu. „Það efast enginn um að innistæðutryggingasjóðurinn sé ábyrgur fyrir innistæðunum, en gráa svæðið er hvort að ríkið sé ábyrgt fyrir tryggingasjóðnum," bætir Tryggvi við. Hann segist þó ekki vera andsnúinn því að Ísland ábyrgist erlendar innistæður Landsbankans, en hefði viljað sjá kveðið á um ákveðna hámarksgreiðslu á ári í Icesave samningunum sem endurspeglar greiðslugetu landsins. „Við erum búin að semja um vexti sem geta verið allt að 300 milljarðar. Það er ekki það sem ég vil að við stöndum undir. Ég vil ekki að við greiðum meira en eitt prósent landsframleiðslu á ári í sjö ár," segir Tryggvi, og áréttar að í samtalinu við BBC hafi vextirnir aldrei komið til tals heldur einungis höfuðstóllinn. Hann segir Icesave málið hafa komið upp vegna kerfisgalla í evrópska regluverkinu, og það sé óeðlilegt að Íslendingar beri einir kostnaðinn af þeim galla. Í viðtalinu við BBC sagðist Tryggvi einnig viss um að rekstur bankanna væri heilbrigður og yrði þannig áfram, aðeins örskömmu áður en ríkið yfirtók Landsbankann. Trúði Tryggvi því að hægt væri að bjarga bönkunum, eða var hann að tala gegn betri vitund? „Það sem við trúðum alveg fram á síðasta dag var að það tækist að bjarga þessu. Viðtalið átti sér stað á laugardegi. Það er ekki fyrr en á sunnudagskvöldi og -nóttu sem við sjáum fram á að þetta er ekki hægt og handklæðinu er hent inn," segir Tryggvi og segir allt hafa verið reynt til að bjarga bönkunum áður en þeir voru yfirteknir. Tengdar fréttir Tryggvi Þór lofaði ríkisábyrgð á Icesave Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að íslenska ríkið myndi standa við skuldbindingar sínar vegna breskra innistæðueigenda í samtali við fréttastofu BBC, sem birti frétt um málið þann 6. október 2008. Þá voru liðnir nokkrir dagar frá því að ríkið yfirtók Glitni, og órói hafði gripið um sig meðal innistæðueigenda Landsbankans erlendis. 25. júní 2009 22:29 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Alls ekki," segir Tryggvi Þór Herbertsson, aðspurður hvort honum hafi snúist hugur síðan hann ræddi við BBC í viðtali sem birtist þann 6. október 2008. Í samtali hans við breskan blaðamann féllst Tryggvi á ábyrgð hins íslenska tryggingasjóðs innistæðueigenda á breskum innistæðum í Icesave málinu. „Það efast enginn um að innistæðutryggingasjóðurinn sé ábyrgur fyrir innistæðunum, en gráa svæðið er hvort að ríkið sé ábyrgt fyrir tryggingasjóðnum," bætir Tryggvi við. Hann segist þó ekki vera andsnúinn því að Ísland ábyrgist erlendar innistæður Landsbankans, en hefði viljað sjá kveðið á um ákveðna hámarksgreiðslu á ári í Icesave samningunum sem endurspeglar greiðslugetu landsins. „Við erum búin að semja um vexti sem geta verið allt að 300 milljarðar. Það er ekki það sem ég vil að við stöndum undir. Ég vil ekki að við greiðum meira en eitt prósent landsframleiðslu á ári í sjö ár," segir Tryggvi, og áréttar að í samtalinu við BBC hafi vextirnir aldrei komið til tals heldur einungis höfuðstóllinn. Hann segir Icesave málið hafa komið upp vegna kerfisgalla í evrópska regluverkinu, og það sé óeðlilegt að Íslendingar beri einir kostnaðinn af þeim galla. Í viðtalinu við BBC sagðist Tryggvi einnig viss um að rekstur bankanna væri heilbrigður og yrði þannig áfram, aðeins örskömmu áður en ríkið yfirtók Landsbankann. Trúði Tryggvi því að hægt væri að bjarga bönkunum, eða var hann að tala gegn betri vitund? „Það sem við trúðum alveg fram á síðasta dag var að það tækist að bjarga þessu. Viðtalið átti sér stað á laugardegi. Það er ekki fyrr en á sunnudagskvöldi og -nóttu sem við sjáum fram á að þetta er ekki hægt og handklæðinu er hent inn," segir Tryggvi og segir allt hafa verið reynt til að bjarga bönkunum áður en þeir voru yfirteknir.
Tengdar fréttir Tryggvi Þór lofaði ríkisábyrgð á Icesave Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að íslenska ríkið myndi standa við skuldbindingar sínar vegna breskra innistæðueigenda í samtali við fréttastofu BBC, sem birti frétt um málið þann 6. október 2008. Þá voru liðnir nokkrir dagar frá því að ríkið yfirtók Glitni, og órói hafði gripið um sig meðal innistæðueigenda Landsbankans erlendis. 25. júní 2009 22:29 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Tryggvi Þór lofaði ríkisábyrgð á Icesave Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að íslenska ríkið myndi standa við skuldbindingar sínar vegna breskra innistæðueigenda í samtali við fréttastofu BBC, sem birti frétt um málið þann 6. október 2008. Þá voru liðnir nokkrir dagar frá því að ríkið yfirtók Glitni, og órói hafði gripið um sig meðal innistæðueigenda Landsbankans erlendis. 25. júní 2009 22:29