Innlent

Brot af framkvæmdafénu fer til höfuðborgarsvæðisins

Örn Sigurðsson, arkitekt, er einn af forsvarsmönnum Betri byggðar.
Örn Sigurðsson, arkitekt, er einn af forsvarsmönnum Betri byggðar.
Aðeins 2-3% af framkvæmdafé Vegagerðarinnar í ár mun fara til höfuðborgarsvæðisins, eftir nýjasta niðurskurð ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að 70% af tekjum ríkisins af umferð komi frá þessu þéttbýlasta svæði landsins.

Þetta kemur fram í bréfi sem Samtök um betri byggð hafa sent 34 alþingismönnum höfuðborgarsvæðisins og 70 sveitarstjórnarmönnum á svæðinu.

Betri byggð bendir á að af 19 milljarða króna framkvæmdafé Vegagerðarinnar muni aðeins 500 milljónir fara í höfuðborgarsvæðið. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafi að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu síðastliðin 10 ár þótt 70% af tekjunum hafi komið frá svæðinu.

Betri byggð segir að kjörnir fulltrúar kjósenda á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki á liðnum árum beitt sér gegn þessu óréttlæti og nú þegar steininn taki úr hafi enginn af sveitarstjórnarmönnum né þingmönnum svæðisins mómælt þessu óréttlæti opinberlega, hvorki við Alþingi né ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×