Innlent

Seldi bíl en hirti peninginn

Maðurinn seldi bíl en hirti peninginn.
Maðurinn seldi bíl en hirti peninginn.
Maður hefur verið ákærður fyrir að draga sér söluandvirði bíls sem hann var að selja fyrir annan mann og jafnframt skrá bíl sem kom upp í söluvirði hins bílsins á sitt eigið nafn.

Fjárdrátturinn átti sér stað á síðari hluta ársins 2002 en þá fékk ákærði umboð frá eiganda bifreiðarinnar til þess að selja bílinn. Fyrir bílinn fengust tvær milljónir króna. Maðurinn fékk bíl upp í söluandvirði fyrri bifreiðarinnar sem hann skráði á sitt nafn. Sömu bifreið veðsetti hann fyrir rúmar 600 þúsund krónur og seldi síðar sömu bifreið á 1.400.000 krónur.

Mál á hendur manninum var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Eigandi bílsins fer fram á að ákærði greiði honum tæpar sex milljónir króna vegna þess tjóns sem hann varð fyrir vegna málsins en ákæruvaldið fer fram á að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×