Tryggvi Þór lofaði ríkisábyrgð á Icesave Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 25. júní 2009 22:29 Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. MYND/Anton Brink Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að íslenska ríkið myndi standa við skuldbindingar sínar vegna breskra innistæðueigenda í samtali við fréttastofu BBC, sem birti frétt um málið þann 6. október 2008. Þá voru liðnir nokkrir dagar frá því að ríkið yfirtók Glitni, og órói hafði gripið um sig meðal innistæðueigenda Landsbankans og Kaupþings erlendis. Í frétt BBC kemur fram að hinn íslenski tryggingasjóður innistæðueigenda ábyrgist fyrstu 20.000 evrur á hverjum reikningi, en sá breski ábyrgist afganginn upp að ákveðnu marki. Svo virðist sem Tryggvi hafi staðfest vilja stjórnvalda til að standa við það fyrirkomulag ef fleiri bankar myndu lenda í vandræðum. Tryggvi gegndi þá starfi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. "Við erum hlutaðeigendur að Evrópskum reglugerðum um innistæðutryggingar og við erum bundin af alþjóðalögum," sagði Tryggvi við BBC, en vildi þó ekki meina að Ísland væri í slíkum vandræðum. "[Bankarnir] hafa ekki tekið þátt í undirmálslánastarfsemi, eða kaupum á erlendum veðskuldabréfum, og við erum nokkuð viss um að efnahagsreikningarnir séu heilbrigðir og að rekstur bankanna verði heilbrigður áfram," er jafnframt haft eftir Tryggva í fréttinni. Daginn eftir að fréttin birtist tók íslenska ríkið Landsbankann yfir. Tryggvi sagði í samtali við mbl.is á þriðjudag að hann væri sleginn yfir þeim háu fjárhæðum sem falla myndu á innlánstryggingasjóð og að stjórnarliðar hefðu verið blekktir til stuðnings við Icesave samkomulagið með Potemkin tjöldum. Hann sagðist jafnfram ekki munu greiða samningnum atkvæði í núverandi mynd og taldi ekki fimmhundruð milljarða virði að halda Alþjóðagjaldeyrissjónum og Evrópusambandinu góðum. Frétt BBC frá 6. október má sjá hér. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að íslenska ríkið myndi standa við skuldbindingar sínar vegna breskra innistæðueigenda í samtali við fréttastofu BBC, sem birti frétt um málið þann 6. október 2008. Þá voru liðnir nokkrir dagar frá því að ríkið yfirtók Glitni, og órói hafði gripið um sig meðal innistæðueigenda Landsbankans og Kaupþings erlendis. Í frétt BBC kemur fram að hinn íslenski tryggingasjóður innistæðueigenda ábyrgist fyrstu 20.000 evrur á hverjum reikningi, en sá breski ábyrgist afganginn upp að ákveðnu marki. Svo virðist sem Tryggvi hafi staðfest vilja stjórnvalda til að standa við það fyrirkomulag ef fleiri bankar myndu lenda í vandræðum. Tryggvi gegndi þá starfi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. "Við erum hlutaðeigendur að Evrópskum reglugerðum um innistæðutryggingar og við erum bundin af alþjóðalögum," sagði Tryggvi við BBC, en vildi þó ekki meina að Ísland væri í slíkum vandræðum. "[Bankarnir] hafa ekki tekið þátt í undirmálslánastarfsemi, eða kaupum á erlendum veðskuldabréfum, og við erum nokkuð viss um að efnahagsreikningarnir séu heilbrigðir og að rekstur bankanna verði heilbrigður áfram," er jafnframt haft eftir Tryggva í fréttinni. Daginn eftir að fréttin birtist tók íslenska ríkið Landsbankann yfir. Tryggvi sagði í samtali við mbl.is á þriðjudag að hann væri sleginn yfir þeim háu fjárhæðum sem falla myndu á innlánstryggingasjóð og að stjórnarliðar hefðu verið blekktir til stuðnings við Icesave samkomulagið með Potemkin tjöldum. Hann sagðist jafnfram ekki munu greiða samningnum atkvæði í núverandi mynd og taldi ekki fimmhundruð milljarða virði að halda Alþjóðagjaldeyrissjónum og Evrópusambandinu góðum. Frétt BBC frá 6. október má sjá hér.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“