Grunnur að endurreisn efnahagslífsins Heimir Már Pétursson skrifar 25. júní 2009 18:48 Markmið stöðuleikasáttarinnar er að stýrivextir verði komnir í eins stafs tölu í nóvember, verðbólga verði komin í 2,5 prósent í lok næsta árs og unnið verði gegn atvinnuleysi með framkvæmdum með aðkomu lífeyrissjóða og einkaaðila. Grunnforsenda stöðugleikasáttmálans er að allir kjarasamningar verða bundnir til nóvembermánaðar 2010. Þá eiga áætlanir um skattahækkanir og niðurskurð hins opinbera upp á 128 milljarða króna á næstu þremur árum að skapa grundvöll fyrir lækkun stýrivaxta sem stefnt er að að geti orðið 9 prósent í nóvember á þessu ári. Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna framkvæmda upp á rúma 300 milljarða á næstu þremur árum, en þeirra á meðal er álver í Helguvík og endurnýjun álversins í Straumsvík. Þá verður gengið frá samkomulagi við lífeyrissjóðina um aðkomu þeirra að stórframkvæmdum á næstu árum upp á um 130 milljarða á næstu árum, en þeirra á meðal er bygging hátæknisjúkrahúss, tvöföldun Hvalfjarðarganga, Vaðlaheiðargöng tvöföldun Suðurlandsvegar, lagning Sundabrautar og fleira. Við endurreisn bankanna verði miðað að því að erlendir aðilar geti eignast meirihluta í einhverjum bankanna til að tryggja fyrirtækjum og heimilum eðlilegan aðgang að erlendu lánsfé. Endurskipulagningu á eignarhaldi bankanna verði lokið fyrir 1. nóvember. Þá verði gjaldeyrishöftum aflétt í áföngum þannig að hömlum á nýrri fjárfestingu verði aflétt í nóvember. Samstarf ríkis- og sveitarfélaga í efnahagsmálum verður aukið og gengið frá skuldum ríkisins við sveitarfélögin vegna húsaleigubóta. Þetta er aðeins brot af þeim aðgerðum sem gripið verður til en nánari útfærsla á sköttum og niðurskurði kemur fram við fjárlagagerðina í haust, en fjármálaráðherra mun innan tíðar kynna meginlínur í þessum efnum. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins orðaði markmið samkomulagsins með þeim hætti, að menn sameinuðust um það sem þeir væru sammála um og það myndi leiða þjóðina í rétta átt og mælti þar sennilega fyrir munn allra þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Markmið stöðuleikasáttarinnar er að stýrivextir verði komnir í eins stafs tölu í nóvember, verðbólga verði komin í 2,5 prósent í lok næsta árs og unnið verði gegn atvinnuleysi með framkvæmdum með aðkomu lífeyrissjóða og einkaaðila. Grunnforsenda stöðugleikasáttmálans er að allir kjarasamningar verða bundnir til nóvembermánaðar 2010. Þá eiga áætlanir um skattahækkanir og niðurskurð hins opinbera upp á 128 milljarða króna á næstu þremur árum að skapa grundvöll fyrir lækkun stýrivaxta sem stefnt er að að geti orðið 9 prósent í nóvember á þessu ári. Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna framkvæmda upp á rúma 300 milljarða á næstu þremur árum, en þeirra á meðal er álver í Helguvík og endurnýjun álversins í Straumsvík. Þá verður gengið frá samkomulagi við lífeyrissjóðina um aðkomu þeirra að stórframkvæmdum á næstu árum upp á um 130 milljarða á næstu árum, en þeirra á meðal er bygging hátæknisjúkrahúss, tvöföldun Hvalfjarðarganga, Vaðlaheiðargöng tvöföldun Suðurlandsvegar, lagning Sundabrautar og fleira. Við endurreisn bankanna verði miðað að því að erlendir aðilar geti eignast meirihluta í einhverjum bankanna til að tryggja fyrirtækjum og heimilum eðlilegan aðgang að erlendu lánsfé. Endurskipulagningu á eignarhaldi bankanna verði lokið fyrir 1. nóvember. Þá verði gjaldeyrishöftum aflétt í áföngum þannig að hömlum á nýrri fjárfestingu verði aflétt í nóvember. Samstarf ríkis- og sveitarfélaga í efnahagsmálum verður aukið og gengið frá skuldum ríkisins við sveitarfélögin vegna húsaleigubóta. Þetta er aðeins brot af þeim aðgerðum sem gripið verður til en nánari útfærsla á sköttum og niðurskurði kemur fram við fjárlagagerðina í haust, en fjármálaráðherra mun innan tíðar kynna meginlínur í þessum efnum. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins orðaði markmið samkomulagsins með þeim hætti, að menn sameinuðust um það sem þeir væru sammála um og það myndi leiða þjóðina í rétta átt og mælti þar sennilega fyrir munn allra þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira