Innlent

Eldur í 4000 fermetra skemmu á Keilugranda

Mikið lið mætti á svæðið þegar eldsins varð vart.
Mikið lið mætti á svæðið þegar eldsins varð vart.

Eldur kom upp í fjögur þúsund fermetra vöruskemmu við Keilugranda 1 í nótt um klukkan hálf fjögur. Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar á staðinn enda um stórt hús að ræða. Eldur var á staðnum þegar liðið mætti á svæðið en vel gekk að ráða niðurlögum hans. Húsið var hins vegar fullt af reyk og tók langan tíma að reykræsta.

Ekkert er vitað um eldsupptök á þessari stundu en að sögn slökkviliðs var húsið mannlaust. Þá kom upp eldur í bílskúr við Marbakkabraut í Kópavogi í gærkvöldi og barst hann í nálægan bíl. Að sögn lögreglu var einn fluttur á slysadeild með brunasár en eldurinn kviknaði þegar maðurinn var að hella bensíní á milli brúsa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×