Innlent

Bifröst: Deilur um vanskil komnar fyrir dómstóla

Sigríður Mogensen skrifar
Rektor háskólans á Bifröst segir fjárhagsstöðu skólans góða, þrátt fyrir 80 milljón króna tap á síðasta ári. Deilur um meint vanskil vegna nýrra nemendagarða eru nú komnar fyrir dómstóla.

Háskólinn á Bifröst sérhæfir sig í félagsvísindum en hann er eini háskólinn hér á landi á því sviði þar sem nemendur geta búið á háskólasvæðinu.

Tap skólans á síðasta ári nam um 80 milljónum króna. Þá hefur nemendum í dagskóla fækkað, eða úr 498 árið 2007 í 306 á síðasta ári.

Háskólinn á Bifröst á ýmsa skólagarða á svæðinu. Þar á meðal Sjónarhól, sem eru nýir nemendagarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×