Innlent

Fingraför í öll vegabréf

Gömlu góðu vegabréfin halda gildi sínu út gildistíma bréfsins.
Gömlu góðu vegabréfin halda gildi sínu út gildistíma bréfsins.

Fingraför verða í örgjörvum allra nýrra vegabréfa sem koma út eftir 28. júní. Þetta er gert í samræmi við samþykktir Schengen-ríkja á vettvangi ESB. Eldri vegabréf halda gildi sínu út gildistímann, að sögn Þorvarðar Kára Ólafssonar, skilríkja- og öryggis­sérfræðings hjá Þjóðskrá.

Þorvarður segir þau lönd sem þegar hafi tekið þetta upp nota fingraförin til að flýta fyrir afgreiðslu á landamærastöðvum. Þegar farið verði að nota þetta á Íslandi verði fingralesarar á staðnum og sú mynd sem tekin er af lesurunum er borin saman við vegabréfin, að sögn Þorvarðar.

Tilgangur fingrafaravegabréfa er að fullnægja kröfum um öryggi vegabréfa sem gerðar eru báðum megin Atlantshafsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×