Icesave skekur ríkisstjórnina 25. júní 2009 06:00 Stjórnarandstaðan mun greiða atkvæði gegn Icesave-samningnum á Alþingi, miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir. Þingflokkur Samfylkingarinnar mun allur styðja samninginn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði sú raunin munu 29 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiða atkvæði gegn samningnum. Þá þurfa aðeins 3 þingmenn Vinstri grænna að greiða atkvæði gegn samningnum til að fella hann. Þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason hafa öll lýst yfir efasemdum með samninginn. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur einnig verið gagnrýninn á samninginn. „Málið er engan veginn útkljáð. Þegar það kom fyrir ríkisstjórnina lýsti ég mínum efasemdum um að gengið yrði frá málunum og veitti ekki mitt samþykki fyrir því. Forsætisráðherra var fullkunnugt um það. Ég held mig við það sem ég hef áður sagt, að ég vilji skoða málið í þaula áður en ég tek endanlega afstöðu til þess. Ég verð því miður að segja að ekki hefur dregið úr mínum efasemdum." Fréttablaðið hafði samband við þingmenn Sjálfstæðisflokks, Borgarahreyfingar og Framsóknarflokks. Þeir þingmenn sem náðist í, sem voru allflestir, sögðust myndu greiða atkvæði gegn samningnum. Sumir, sérstaklega sjálfstæðismenn, settu þó þann fyrirvara að málið ætti eftir að koma til þinglegrar meðferðar. Miðað við þær upplýsingar sem fyrir lægju greiddu þeir hins vegar atkvæði gegn honum. Framámenn í Samfylkingunni sem rætt var við sögðust líta svo á að þetta væri fyrsti prófsteinn ríkisstjórnarinnar. Félli samningurinn riðaði stjórnin til falls. Þeir vitnuðu til orða Steingríms J. Sigfússonar um að stjórnarþingmenn stæðu að baki samningnum og sögðust líta á annað sem vantraust við Steingrím. Ögmundur segist ekki óttast stjórnarslit, enda sé ríkisstjórnin mynduð til að standa vörð um íslenskt velferðarþjóðfélag en ekki Icesave-samninginn. Ekki náðist í fjármálaráðherra þar sem hann er erlendis. - kóp Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun greiða atkvæði gegn Icesave-samningnum á Alþingi, miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir. Þingflokkur Samfylkingarinnar mun allur styðja samninginn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði sú raunin munu 29 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiða atkvæði gegn samningnum. Þá þurfa aðeins 3 þingmenn Vinstri grænna að greiða atkvæði gegn samningnum til að fella hann. Þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason hafa öll lýst yfir efasemdum með samninginn. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur einnig verið gagnrýninn á samninginn. „Málið er engan veginn útkljáð. Þegar það kom fyrir ríkisstjórnina lýsti ég mínum efasemdum um að gengið yrði frá málunum og veitti ekki mitt samþykki fyrir því. Forsætisráðherra var fullkunnugt um það. Ég held mig við það sem ég hef áður sagt, að ég vilji skoða málið í þaula áður en ég tek endanlega afstöðu til þess. Ég verð því miður að segja að ekki hefur dregið úr mínum efasemdum." Fréttablaðið hafði samband við þingmenn Sjálfstæðisflokks, Borgarahreyfingar og Framsóknarflokks. Þeir þingmenn sem náðist í, sem voru allflestir, sögðust myndu greiða atkvæði gegn samningnum. Sumir, sérstaklega sjálfstæðismenn, settu þó þann fyrirvara að málið ætti eftir að koma til þinglegrar meðferðar. Miðað við þær upplýsingar sem fyrir lægju greiddu þeir hins vegar atkvæði gegn honum. Framámenn í Samfylkingunni sem rætt var við sögðust líta svo á að þetta væri fyrsti prófsteinn ríkisstjórnarinnar. Félli samningurinn riðaði stjórnin til falls. Þeir vitnuðu til orða Steingríms J. Sigfússonar um að stjórnarþingmenn stæðu að baki samningnum og sögðust líta á annað sem vantraust við Steingrím. Ögmundur segist ekki óttast stjórnarslit, enda sé ríkisstjórnin mynduð til að standa vörð um íslenskt velferðarþjóðfélag en ekki Icesave-samninginn. Ekki náðist í fjármálaráðherra þar sem hann er erlendis. - kóp
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira