Fleiri fréttir

Reiði almennings er skiljanleg

„Það verður að yfirheyra þá sem grunaðir eru um efnahagsbrot í tengslum við hrun efnahagslífsins.“

Viðræðum slitið fyrir annarra hönd

„Forseti ASÍ og formaður SA ákváðu í beinni útsendingu að við hefðum slitið viðræðum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem segir opinbera starfsmenn fráleitt hafa slitið viðræðum um stöðugleikasáttmála í gær.

VR styrkir fjölskyldufólk

VR hefur undanfarið boðið upp á ýmis námskeið fyrir atvinnuleitandi félagsmenn en nú verða fjölskyldurnar líka styrktar.

Flytja boðskapinn um nær allt Úganda

„Ég er mjög spenntur fyrir þessari heimsókn því sjálfur hef ég hug á því að koma á laggirnar bakaríi í Úganda,“ segir Apegu Eolu Julius Nelson, en hann var ásamt tólf manna hópi frá Úganda í fyrirtækjaheimsókn hjá Bakaríi Jóa Fel í gær.

Þriðji vinsælasti skólinn í ár

menntun Umsóknir nýnema í Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru um 450 talsins, en 280 fá inngöngu á fyrsta ári, að sögn Kristjáns Ásmundssonar, skólameistara FS.

Er ákærður fyrir dánartilkynningu

Rúmlega tvítugur fangi á Litla -Hrauni hefur verið ákærður fyrir að falsa dánartilkynningu og staðið fyrir birtingu hennar í Morgunblaðinu.

Ein með öllu og gos ódýrast á Selfossi

Þjóðvegur eitt er stærsti og lengsti vegur landsins og oft langt á milli staða er keyrt er á landsbyggðinni. Fátt getur þá verið jafnkærkomið og að sjá bensínstöð eða sjoppu í fjarska eftir langan akstur þegar menn eru orðnir svangir og salernisþörfin stór.

Braut gegn fjórtán ára stúlku

Karlmaður á fertugsaldri, Gísli Birgisson, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var fjórtán ára en hann þrjátíu og tveggja.

Bankastjórarnir eru alltaf sekir

Stofnun eignaumsýslufélags sem taka á við ríkisbönkunum þremur og lífvænlegum fyrirtækjum hefur tekið of langan tíma. Mats Josefsson, sænskur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins hér, segir viðbrögð fólks eins um allan heim í kjölfar þess að fjármálakerfið hrynur. Hann segir hrun efnahagslífsins hér það svartasta sem hann hafi séð.

Ánægðastur með árangurinn í Tyrklandi

„Besti árangurinn sem ég hef séð var í Tyrklandi,“ segir Mats Josefsson spurður um notkun norræna módelsins í endurreisn bankakerfa í kjölfar efnahagshruns. Hann viðurkennir að þetta hafi komið honum á óvart. Efnahagslífið í Tyrklandi fór á hliðina um síðustu aldamót. Fyrir hrunið voru 72 bankar starfandi í landinu. Viðskiptahalli hefur aukist hratt. Þá var spillingin gríðarleg innan fjármálageirans enda jusu stjórnmálamenn fjármunum úr bönkum landsins til fyrirtækja og félaga sem þeim tengdust.

Spólaði fullur í grasi og drullu

Tæplega tvítugur piltur hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að aka bíl dauðadrukkinn utan vegar á milli Háengis og Fossheiðar á Selfossi. Hann hafði enn ekki öðlast ökuréttindi.

Ragnheiður Clausen: Varð fyrir rafrænu einelti á Facebook

„Þetta er mjög dularfullt. Það sem ég hef velt fyrir mér fyrst og fremst er að einhver skuli nenna að gera mér þann grikk að ýta á þennan takka," segir Ragnheiður Clausen sem er forviða eftir að reikningi hennar á samskiptasíðunni Facebook var lokaður.

Árekstur á Hringbrautinni

Umferðaróhapp var á Hringbraut nálægt Þjóðarbókhlöðunni nú fyrir stundu. Tveir jeppar skullu saman. Lögreglan var kominn á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni meiddist engin alvarlega.

Stöðugleikasáttmáli í uppnámi

Fulltrúar opinberra starfsmanna hafa dregið sig út úr viðræðum um stöðugleikasáttmála. Þeir sætta sig ekki við að halla á ríkissjóði sé mætt með miklum niðurskurði.

Hollenski fjármálaráðherrann: Icesave-klúður ábyrgð FME

Fjármálaráðherra Hollands var harðorður í garð íslenska fjármálaeftirlitsins á hollenska þinginu í dag þar sem Icesave deilan við Íslendinga var rædd. Hann sagði ábyrgðina einvörðungu liggja þar. Þingmenn annarra flokka gagnryndu hollenska seðlabankann fyrir aðgerðarleysi í málinu.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness

Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í dag að forseti bæjarstjórnar, Ásgerður Halldórsdóttir, tæki við embætti bæjarstjóra af Jónmundi Guðmarssyni. Sjálfur hefur hann verið ráðinn sem nýr framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins og tekur við af Andra Óttarssyni.

Upprættu kannabisrækt og fundu þýfi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktanir í tveimur húsum í miðborginni eftir hádegi í gær að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Á öðrum staðnum fundust líka ýmsir munir sem grunur leikur á að séu þýfi og var karl á fertugsaldri handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Á hinum staðnum var jafnframt lagt hald á amfetamín og marijúana en karl á þrítugsaldri var yfirheyrður vegna málsins.

Akureyrarbær þarf að greiða bætur vegna skipulagsklúðurs

Akureyrarbær var í dag dæmdur til þess að greiða rúmar 1.200.000 krónur vegna skipulagsklúðurs í íbúðarhverfi í bænum. Áður hafði bærinn greitt húseiganda 14 milljónir í bætur vegna málsins en það voru nágrannar húseigandans sem höfðuðu mál gegn bænum.

BRSB: Fleiri ljón á veginum

„Það eru fleiri ljón í veginum en ég gerði ráð fyrir í byrjun vikunnar um að aðilar næðu saman," segir Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, á vefsíðu samtakanna um hvernig þríhliða viðræðum aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um stöðugleikasáttmálann miðar. Hann segir að ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um hvernig skuli fara með ríkisfjármálin.

Flosi búinn að funda með saksóknara efnahagsbrota

„Ég er búinn að eiga fund með saksóknara efnahagsbrota og mun ekki tjá mig frekar um þetta mál fyrr en hann hefur lokið sínu starfi,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Mat á umsækjendum um seðlabankastjórastöðu birt

Forsætisráðuneytið hefur birt niðurstöður matsnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Niðurstöður nefndarinnar bárust ráðuneytinu 29. maí.

VG: Telja réttast að allir stjórnarmenn LSK víki sæti

Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi telur réttast að allir þeir kjörnu fulltrúar er sátu í fráfarandi stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar víki úr sæti sínu í bæjarstjórn á meðan lögreglurannsókn fer fram, að því er kemur fram í ályktun.

Nauðsynlegt að fjölga hjúkrunarfræðingum

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar mikilli fjölgun umsókna um nám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Telja hjúkrunarfræðingar að mikilvægt sé að fjölga hjúkrunarfræðingum þar sem fyrirséð er að stórir árgangar hjúkrunarfræðinga munu fara á eftirlaun upp úr 2012.

Ómar: Sjálfstæðismenn samþykkja skilyrðið um Gunnar

Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni samþykkja skilyrði framsóknarmanna um að meirihlutasamstarf þeirra verði tekið til endurskoðunar ákveði Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri, að snúa aftur úr leyfi sem bæjararfulltrúi.

Sex þingmenn starfa einnig sem bæjarfulltrúar

Sex þingmenn sitja í bæjar- og sveitarstjórnum. Níu sveitarstjórnarmenn voru kjörnir á Alþingi í kosningunum í apríl síðastliðnum, en þrír þeirra hafa beðist lausnar frá störfum sínum. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir þingmennsku vera miklu meira en fullt starf. Þingmenn þiggja í grunninn 520 þúsund krónur í laun á mánuði.

Hættur í Frjálslynda flokknum - hefur enga trú á þessu

Magnús Þór Hafsteinsson fyrrum varaformaður og þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í morgun. Hann segist telja að flokkurinn eigi enga framtíð en Magnús hefur gagnrýnt forystu flokksins mikið eftir afhroðið í síðustu kosningum. Þá fékk flokkurinn 2,2% fylgi og náði engum þingmanni inn. Magnús segir sóknarfæri í íslenskri pólitík og telur ekki ólíklegt að nýr flokkur verði stofnaður.

Gúmmíbát stolið í Hafnarfirði

Kerru með áföstum gúmmíbáti var stolið af plani Pústþjónustunnar BJB í Hafnarfirði á Mánudag. Atvikið átti sér stað um hádegisbilið. Tjónið er metið á ríflega hálfa milljón króna ef ekki tekst að hafa upp á þýfinu.

Fjórir umsækjendur um Útlendingastofnun

Fjórar umsóknir bárust um embætti forstjóra Útlendingastofnunar sem laust er til setningar í sex mánuði vegna framlengds leyfis skipaðs forstjóra til næstu áramóta. Umsóknarfresturinn rann út 16. júní síðastliðinn, en dóms- og kirkjumálaráðherra setur í embættið frá og með fyrsta júlí 2009.

Búið að opna göngin

Búið er að opna Hvalfjarðargöngin, en þeim var í öryggisskyni lokað eftir umferðaróhapp sem tilkynnt var lögreglu klukkan 11:18.

Aðgerðahópur háttvirtra öryrkja á Austurvelli

Fulltrúar úr Aðgerðahóp háttvirtra öryrkja bíða nú á Austurvelli eftir nefndarmönnum Félags- og trygginganefndar alþingis. Að sögn Ólafíu Ragnarsdóttur, hæstvirts formanns hópsins eins og hún er kölluð, er ætlun þeirra að afhenda forsvarsmönnum nefndarinnar harðorða ályktun gegn „[...]þeirri harkalegu aðför að örykjum og tekjugrunni þeirra sem nú er til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni.“

ESB setur Króötum stólinn fyrir dyrnar

Evrópusambandið hefur frestað um óákveðinn tíma aðildarviðræðum við Króatíu vegna landamæradeilu Króata við Slóvena. Það gæti haft áhrif á mögulega aðildarumsókn Íslendinga en stækkunarstjóri Evrópusambandsins hefur sagt að Króatar færu næstir inn.

Áframhaldandi samstarf í Kópavogi líklega innsiglað eftir hádegi

Fastlega er búist við að áframhaldandi meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði innsiglað eftir hádegi. Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sest í stól bæjarstjóra, en Gunnar I. Birgisson lætur þá af embætti og fer í leyfi frá störfum bæjarfulltrúa um óákveðinn tíma.

Átök koma í veg fyrir undirritun stöðugleikasáttmála

Deilur um hvernig taka skuli á ríkisfjármálunum gera það að verkum að ekki er hægt að ganga frá stöðugleikasáttmála. Formaður Kennarasambands Íslands segir mikla óvissu um framhaldið en að hlutirnir skýrist væntanlega betur í dag.

Hvalfjarðargöngin lokuð

Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Að sögn lögreglu virðist slysið ekki vera alvarlegt, en sjúkrabíll var þó sendur af stað um leið og tilkynning um slysið barst klukkan 11:18. Allt að klukkutími gæti liðið þar til göngin verða opnuð fyrir umferð á ný.

Kynferðisafbrotamaður: „Ertu til í kallinn?“

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 23 ára karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa káfað á stúlku utanklæða og sleikt háls hennar þar sem hún lá sofandi inni í herbergi sínu en maðurinn var gestur í samkvæmi þar.

Fyrrum fjármálastjóri Garðabæjar dæmdur í 6 mánaða fangelsi

Alfreð Atlason fyrrum fjármálastjóri Garðabæjar var í morgun dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Alfreð var dæmdur fyrir fjárdrátt í opinberu starfi, með því að hafa misnotað stöðu sína sem fjármálastjóri bæjarsjóðs Garðabæjar og dregið sér fé upp á rúmar 9 milljónir króna. Alfreð játaði skýlaust brot sín og hefur þegar endurgreitt upphæðina.

Greiðsluverkfall yfirvofandi

„Það kæmi mér á óvart ef almenningur myndi ekki taka sig saman og gera eitthvað í málunum,“ segir Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.

Reykjanesbraut lokuð við Kaplakrika

Í dag er Reykjanesbraut lokuð við Kaplakrika í áttina til Reykjavíkur vegna malbikunarframkvæmda frá Fjarðarhrauni að Hamrabergi. Hjáleið er um Flatahraun.

Sjá næstu 50 fréttir