Innlent

Söngvari enn í endurhæfingu eftir fall

Heimir Már Pétursson skrifar

Duncan McKnight, rúmlega tvítugur söngvari berlínsku hljómsveitarinnar Virgin Tongues hefur verið á sjúkrahúsi í Reykjavík í níu vikur, eftir að hann féll af þriðju hæð húss við Skólavörðustíg hinn fyrsta maí.

McKnight hafði verið við upptökur í hljóðveri með félögum sínum aðfararnótt fyrsta maí síðastliðinn. Honum var ekið heim snemma morguns en virðist ekki hafa komist inn í íbúðina þar sem hann bjó, og fallið úr glugga niður þrjár hæðir þegar hann reyndi að fara milli glugga til að komast inn í íbúðina. Hann var milli heims og helju um tíma og hefur nú verið á sjúkrahúsi í níu vikur og hleypur sjúkrahúskostnaður hans á milljónum. Félagar hans í hljómsveitinni eru enn hér á landi og ætla að bíða þar til Duncan útskrifast af endurhæfingardeildinni á Grensás.

Vinir Duncans og félagar hans í hljómsveitinni hafa opnað styrktarreikning til að standa straum af milljóna kostnaði við sjúkrahúsvist söngvarans.

Reikningurinn er á nafni Kolbeins Soffíusonar, kt. 240585-3759, rkn. 525-14-401487. Þeim, sem vilja leggja söngvaranum lið, er frjálst að láta fé af hendi rakna til framtaksins.

Ítarleg umfjöllun verður um Virgin Tongue og örlög hljómsveitarmeðlimanna í Íslandi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×