Jóhanna meinaði samningsaðilum að yfirgefa stjórnarráðið Heimir Már Pétursson skrifar 25. júní 2009 12:06 Rætt um stöðugleikasáttmálann í stjórnarráðinu fyrr í vikunni. Mynd/Arnþór Birkisson Forsætisráðherra kallaði samningsaðila varðandi stöðugleika sátt á sinn fund í gærkvöldi og tilkynnti þeim að þeir fengju ekki að yfirgefa stjórnarráðið fyrr en samkomulag væri í höfn um nýjan stöðugleikasáttmála. Skattar hækka mikið á næsta ári en skattahækkanir verða allt að 45 prósent af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að ná endum saman í ríkisfjármálum. Stefnt er að því að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins undirriti samkomulag um stöðuleikasáttmála síðar í dag. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkissjóður ná fram 20 milljarða hagræðingu á þessu ári, 63 milljörðum á næsta ári og 43 milljörðum árið 2011. Tekist hefur verið á um það í viðræðunum hversu stórum hluta hagræðingarinnar yrði mætt með skattahækkunum. En í aðgerðum þessa árs vega skattahækkanir 60 prósent af aðgerðum stjórnvalda. Samtök atvinnulífsins vildu ná þessu hlutfalli niður í 35 prósent á næstu tveimur árum en ríkisstjórnin hafði lagt upp með 50 prósent. Samtök opinberra starfsmanna munu hins vegar hafa viljað ganga enn lengra í skattahækkunum. Málin voru komin í nokkurn hnút í gær og yfirgáfu samningamenn opinberra starfsmanna Karphúsið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallaði fulltrúa deiluaðila hins vegar á sinn fund í gærkvöldi og sagði þeim að þeir yfirgæfu ekki Stjórnarráðið fyrr en samkomulag lægi fyrir. Þegar upp var staðið varð niðurstaðan að 45 prósent af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að ná niður 150 milljarða halla á ríkisfjármálum á næstu árum verður náð með skattahækkunum. Helstu skattstofnar ríkisins eru virðisaukaskattur, tekjuskattur einstaklinga og tryggingagjald. Nú þegar hefur verið ákveðið að hækka tryggingagjaldið og því er ljóst að töluverðar hækkanir verða á virðisaukaskatti og tekjuskatti einstaklinga á næsta ári. Útfærslan á þeim hækkunum er aftur á móti eftir, en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki útilokað að tekið verði upp þrepað skattkerfi í tekjuskatti. Þessar aðgerðir þýða líka að ná þarf fram tugmilljarða sparnaði með hagræðingu eða niðurskurði hjá hinu opinbera á næstu árum. Þar bíða því ákvarðanir sem fullvíst má telja að allar verði óvinsælar, en mikil áhersla er lögð á það meðal samningsaðila að breið sátt verði að ríkja um aðgerðirnar, enda fátt um góða kosti í stöðunni. Tengdar fréttir Skrifað undir klukkan hálftvö Undirritun Stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hefur verið sett klukkan hálftvö. Fyrst stóð til að skrifa undir í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálf eitt í dag, því var síðan frestað til hálf tvö. Þá bárust fréttir þess efnis úr Forsætisráðuneytinu að undirritunin dagist fram á daginn. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt um að undirritunin verði í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálftvö. 25. júní 2009 11:34 Stefnt að stöðugleikasáttmála í dag Stefnt er að undirritun stöðugleikasáttmálans svokallaða í dag en stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar hafa fundað stíft síðustu daga og vikur. 25. júní 2009 07:10 Viðræðum slitið fyrir annarra hönd „Forseti ASÍ og formaður SA ákváðu í beinni útsendingu að við hefðum slitið viðræðum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem segir opinbera starfsmenn fráleitt hafa slitið viðræðum um stöðugleikasáttmála í gær. 25. júní 2009 03:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Forsætisráðherra kallaði samningsaðila varðandi stöðugleika sátt á sinn fund í gærkvöldi og tilkynnti þeim að þeir fengju ekki að yfirgefa stjórnarráðið fyrr en samkomulag væri í höfn um nýjan stöðugleikasáttmála. Skattar hækka mikið á næsta ári en skattahækkanir verða allt að 45 prósent af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að ná endum saman í ríkisfjármálum. Stefnt er að því að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins undirriti samkomulag um stöðuleikasáttmála síðar í dag. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkissjóður ná fram 20 milljarða hagræðingu á þessu ári, 63 milljörðum á næsta ári og 43 milljörðum árið 2011. Tekist hefur verið á um það í viðræðunum hversu stórum hluta hagræðingarinnar yrði mætt með skattahækkunum. En í aðgerðum þessa árs vega skattahækkanir 60 prósent af aðgerðum stjórnvalda. Samtök atvinnulífsins vildu ná þessu hlutfalli niður í 35 prósent á næstu tveimur árum en ríkisstjórnin hafði lagt upp með 50 prósent. Samtök opinberra starfsmanna munu hins vegar hafa viljað ganga enn lengra í skattahækkunum. Málin voru komin í nokkurn hnút í gær og yfirgáfu samningamenn opinberra starfsmanna Karphúsið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallaði fulltrúa deiluaðila hins vegar á sinn fund í gærkvöldi og sagði þeim að þeir yfirgæfu ekki Stjórnarráðið fyrr en samkomulag lægi fyrir. Þegar upp var staðið varð niðurstaðan að 45 prósent af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að ná niður 150 milljarða halla á ríkisfjármálum á næstu árum verður náð með skattahækkunum. Helstu skattstofnar ríkisins eru virðisaukaskattur, tekjuskattur einstaklinga og tryggingagjald. Nú þegar hefur verið ákveðið að hækka tryggingagjaldið og því er ljóst að töluverðar hækkanir verða á virðisaukaskatti og tekjuskatti einstaklinga á næsta ári. Útfærslan á þeim hækkunum er aftur á móti eftir, en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki útilokað að tekið verði upp þrepað skattkerfi í tekjuskatti. Þessar aðgerðir þýða líka að ná þarf fram tugmilljarða sparnaði með hagræðingu eða niðurskurði hjá hinu opinbera á næstu árum. Þar bíða því ákvarðanir sem fullvíst má telja að allar verði óvinsælar, en mikil áhersla er lögð á það meðal samningsaðila að breið sátt verði að ríkja um aðgerðirnar, enda fátt um góða kosti í stöðunni.
Tengdar fréttir Skrifað undir klukkan hálftvö Undirritun Stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hefur verið sett klukkan hálftvö. Fyrst stóð til að skrifa undir í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálf eitt í dag, því var síðan frestað til hálf tvö. Þá bárust fréttir þess efnis úr Forsætisráðuneytinu að undirritunin dagist fram á daginn. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt um að undirritunin verði í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálftvö. 25. júní 2009 11:34 Stefnt að stöðugleikasáttmála í dag Stefnt er að undirritun stöðugleikasáttmálans svokallaða í dag en stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar hafa fundað stíft síðustu daga og vikur. 25. júní 2009 07:10 Viðræðum slitið fyrir annarra hönd „Forseti ASÍ og formaður SA ákváðu í beinni útsendingu að við hefðum slitið viðræðum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem segir opinbera starfsmenn fráleitt hafa slitið viðræðum um stöðugleikasáttmála í gær. 25. júní 2009 03:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Skrifað undir klukkan hálftvö Undirritun Stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hefur verið sett klukkan hálftvö. Fyrst stóð til að skrifa undir í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálf eitt í dag, því var síðan frestað til hálf tvö. Þá bárust fréttir þess efnis úr Forsætisráðuneytinu að undirritunin dagist fram á daginn. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt um að undirritunin verði í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálftvö. 25. júní 2009 11:34
Stefnt að stöðugleikasáttmála í dag Stefnt er að undirritun stöðugleikasáttmálans svokallaða í dag en stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar hafa fundað stíft síðustu daga og vikur. 25. júní 2009 07:10
Viðræðum slitið fyrir annarra hönd „Forseti ASÍ og formaður SA ákváðu í beinni útsendingu að við hefðum slitið viðræðum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem segir opinbera starfsmenn fráleitt hafa slitið viðræðum um stöðugleikasáttmála í gær. 25. júní 2009 03:00