Fleiri fréttir Ákærð 10-11 lögga enn við störf Lögreglumaðurinn sem réðst á pilt í apríl síðastliðnum er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns. 3.9.2008 18:22 Lést af völdum höfuðáverka við Skúlagötu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar hafa staðfest að maðurinn sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í fyrrakvöld lést af völdum höfuðáverka. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3.9.2008 17:18 Íslenskur augnlæknir slær í gegn Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við augndeild Landspítalans, fær svokölluð Jules Gonin verðlaun á þessu ári. 3.9.2008 17:12 10-11 lögga ákærð fyrir brot í starfi Ríkissaksóknari hefur ákveðið að gefa út ákæru á hendur lögreglumanni sem á myndbandi á vefnum YouTube sést taka ungan pilt kverkataki í verslun 10-11 í Grímsbæ. 3.9.2008 16:50 Neyðarástand gæti skapast strax í nótt Formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands segir að neyðarástand geti skapast strax í nótt komi til verkfalls ljósmæðra eins og allt stefnir í. 3.9.2008 16:37 Þorsteinn Kragh laus úr haldi Þorsteinn Kragh, athafnamaðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að stóra hassmálinu svokallaða, er laus úr haldi. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglu um að framlengja gæsluvarðhaldið. Þorsteinn var hins vegar úrskurðaður í farbann til 9. október. Lögregla hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. 3.9.2008 16:32 Nærri 20 kíló af hassi og tvö kíló af amfetamíni í smyglbíl Tæplega 20 kíló af hassi og nærri 1,8 kíló af amfetamíni reyndust í bílnum sem lögregla og tollayfirvöld stöðvuðu við komuna til landsins með Norrænu í gær. Efnið hefur nú verið flutt til Reykjavíkur og var í dag sýnt fjölmiðlum en athygli vekur að hluti efnanna var falinni í niðursuðudós. 3.9.2008 16:30 Margrét Frímannsdóttir: Sólskin og rólegheit á Litla Hrauni Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla Hrauni segir að menn ættu að varast að vera með oftúlkanir og lýsingar sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum þegar kemur að fangelsinu. Á forsíðum Fréttablaðsins og DV er fjallað um átök á milli manna á Litla Hrauni og sagt í DV að Pólstjörnufangarnir, sem dæmdir voru fyrir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar svokölluðu hafi tekið völdin í fangelsinu. Margrét segir lífið ganga sinn vanagang á Hrauninu. 3.9.2008 16:24 Sprengingar hefjast í Bolungarvík Fyrsta sprengjuhleðslan í Bolungarvíkurgöngum verður sprengd seinnipartinn á morgun. Sprengt verður Bolungarvíkurmegin og mun Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sprengja fyrstu hleðsluna. 3.9.2008 16:18 Hluti fíkniefna falinn í niðursuðudós Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leyfði í dag fjölmiðlum að mynda fíkniefnin sem haldlögð voru hjá öldruðum Þjóðverja sem kom til landsins með Norrænu í gær. 3.9.2008 16:00 Óheppilegt að gera róttækar breytingar á starfsumhverfi banka nú Geir H. Haarde forsætisráðherra telur það óheppilegt við þær aðstæður sem uppi eru núna að gera róttækar breytingar á starfsumhverfi bankanna. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 3.9.2008 15:31 „Þegiðu nú, Guðni“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði samstarfsfélaga sínum úr stjórnarandstöðu, Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, að þegja við umræður um orku- og stóriðjumál á Alþingi í dag. 3.9.2008 15:21 Heræfingar fram yfir ljósmæður Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, sagði í umræðum á þingi fyrr í dag að ríkisstjórnin tæki heræfingar fram fyrir samning við ljósmæður. 3.9.2008 15:09 Orka landsins nýtt af skynsemi og náttúruperlum hlíft Ríkisstjórnin mun byggja upp íslenskt atvinnulíf með því að nýta orku landsins af skynsemi og gæta þess að ekki verði farið inn á þær náttúruperlur sem þjóðin telur að ekki mega raska. 3.9.2008 15:01 Segir Samfylkinguna beita Albaníuaðferðinni Að mati Magnúsar Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, vekur athygli hversu opinskáir þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar eru í gagnrýni sinni á störf sjálfstæðismanna í fyrri ríkisstjórnum. 3.9.2008 14:03 Þrengra um vik að leiðrétta laun vegna efnahagsástands Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að vegna stöðunnar í efnahagsmálum sé þrengra um vik að gera leiðréttingar á launum ríkisstarfsmanna eins og ljósmæðra. Þetta kom fram við fyrirspurnartíma á Alþingi nú eftir hádegið þar sem yfirvofandi verkfall ljósmæðra var rætt. 3.9.2008 13:57 Sigurbjörn jarðsunginn á laugardaginn Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, sem andaðist 28. ágúst verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á laugardaginn klukkan 14. Sjónvarpað og útvarpað verður frá athöfninni. 3.9.2008 13:30 Slapp lítið meiddur í bílveltu á Hafravatnsvegi Ökumaður jepplings slapp lítið meiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Hafravatnsvegi við Geitháls um hádegisbil með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar og valt. 3.9.2008 13:24 Óskar eftir að samningi við borgina verði rift Gunnar Smári Egilsson hefur óskað eftir því að samningi hans við Reykjavíkurborg, sem gerður var í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar, verði rift. 3.9.2008 12:45 Þrír teknir grunaðir um stórfellda þjófnaði Lögregla lagði í gær hald á mikið magn þýfis sem stóð til að senda úr landi. Upp komst um málið þegar lögregla rannsakaði þjófnað í raftækjaverslun í Holtagörðum. Sá verknaður náðist á myndband og í framhaldi af því var einn maður handtekinn. 3.9.2008 12:39 Hækka verð á fóðri um sömu upphæð Fyrirtækin Lífland og Fóðurblandan, sem annast nær allan innflutning og dreifingu á fóðri til bænda, hafa bæði hækkað flutningsgjöld á fóðri, og það um sömu upphæð, eða 9,3 prósent. 3.9.2008 12:38 Hundrað milljónir í heræfingar Kostnaður Íslendinga vegna Norður Víkings, heræfingarinnar sem nú stendur yfir, er um fimmtíu milljónir króna. Þetta kemur fram í 24 stundum í dag. 3.9.2008 12:30 Ljósmæður ganga á fund heilbrigðsnefndar Forsvarsmenn Ljósmæðrafélags Íslands ganga á nú í hádeginu á fund heilbrigðisnefnar Alþingis þar sem ræða á verkfallsaðgerðir þeirra sem hefjast á miðnætti í kvöld. 3.9.2008 12:25 Umferðarslys á Suðurlandsvegi Umferðarslys varð á Hafravatnsvegi við Geitháls um hádegisbil. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað á vettvang og eru fjórir sjúkrabílar á slysstað ásamt tveimur slökkviliðsbílum. Nánari upplýsingar fengust ekki að svo stöddu. 3.9.2008 12:07 Sektaður fyrir manndrápsgabb Héraðsdómur Reykjavíkur sektaði morgun karlmann um hundrað þúsund krónur fyrir að hafa gabbað lögreglu. 3.9.2008 12:03 Kveikt í húsi á Ísafirði í tvígang Kveikt í húsi á Ísafirði í tvígang með nokkurra daga millibili og rannsakar lögregla nú hver hafi verið þar að verki. 3.9.2008 11:47 Undirskriftasöfnun um nýtingu orkuauðlinda Hafin er undirskriftasöfnun á vegum áhugafólks um nýtingu orkuauðlindir þjóðarinnar þar sem skorað er á kjörna fulltrúa á Alþingi og sveitarstjórnum að standa vörð um lífskjör landsmanna og skynsamlega nýtingu orkuauðlinda. 3.9.2008 11:38 Lögguhrotti fær hálfs árs fangelsisdóm Ágúst Fylkisson var í morgun dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundna, fyrir alvarlega líkamsárás á lögregluþjón eftir mótmæli vörubílstjóra í vor. 3.9.2008 11:29 Utanríkisráðherra Spánar í Iðnó Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, er í opinberi heimsókn hér á landi þessa dagana og efnir Samfylkingin til opins fundar með honum í dag klukkan 15 í Iðnó. 3.9.2008 11:02 "Skítt með kerfið" brot á siðareglum pönkara? Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að auglýsingaherferð Vodafone, "Skítt með kerfið", hafi ekki brotið siðareglur auglýsingastofa. Ónefndur aðili kærði herferðina og vildi meina að textinn væri brot á siðareglum því hann væri "óguðlegur" og "ósiðlegur" auk þess sem hann „bryti í bága við almennt siðferði og væri óæskilegur.“ Það er hins vegar spurning hvort siðareglur pönkara hafi ekki verið brotnar. 3.9.2008 10:37 Konur á steypinum krefja Árna um efndir Tuttugu verðandi mæður skrifa Árna Matthiesen, fjármálaráðherra, opið bréf í dag vegna yfirvofandi verkfalls ljósmæðra. Fyrsta verkfallið hefst á miðnætti á í kvöld og stendur í tvo sólarhringa. 3.9.2008 10:26 Smyglarar sækja í ellilífeyrisþega og fjölskyldufólk Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. 3.9.2008 10:21 Reyna að blekkja fé af afgreiðslufólki Lögreglan varar afgreiðslufólk verslana og banka við bífræfnum mönnum af erlendum uppruna sem notað hafa blekkingar til að ná peningum af starfsfólki. 3.9.2008 10:12 Svipaður fjöldi um Keflavíkurflugvöll og í fyrra Um 673 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu átta mánuðum þessa árs sem er nokkurn veginn sami fjöldi og kom til landsins á sama tímabili í fyrra. 3.9.2008 09:30 Nýskráningum bíla fækkar um 30 prósent milli ára Samanlögð greiðslukortavelta heimilanna fyrstu sjö mánuði ársins jókst um rúm fimm prósent miðað við sama tíma í fyrra. 3.9.2008 09:20 Hjúkrunarráð LSH hefur áhyggjur af verkfalli ljósmæðra Hjúkrunarráð LSH hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum af boðuðu verkfalli ljósmæðra í september og af þeim afleiðingum sem verkfallið hefur fyrir barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. 3.9.2008 08:27 Tveir í gæsluvarðhald vegna Skúlagötumálsins Mennirnir tveir, sem lögregla yfirheyrði í gær við rannsókn á andláti manns í íbúð hans við Skúlagötu í fyrrakvöld, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 3.9.2008 07:42 Eldur úr logandi bíl kveikti nær í íbúðarhúsi Minnstu munaði að eldur úr logandi bíl næði að kveikja í íbúðarhúsi við Hófgerði í Kópavogi um klukkan hálf þrjú í nótt. 3.9.2008 07:31 Leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum úr Norrænu Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum, sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. 3.9.2008 07:22 Pólstjörnufangar kröfðu samfanga um verndartolla Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga. 3.9.2008 00:01 Útlendur öldungur aftur tekinn með fíkniefni í Norrænu Karl á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. september eftir að fíkniefni fundust í bíl hans við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í dag. 2.9.2008 21:15 Í gæsluvarðhald til 8. september Nú undir kvöld úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur tvo karlmenn í gæsluvarðhald til 8. september vegna grunsamlegs mannsláts á Skúlagötu í Reykjavík í gær. 2.9.2008 19:01 Saka Garðabæ um að brjóta ný grunnskólalög Foreldrar grunnskólabarna í Garðabæ saka bæjaryfirvöld um að brjóta ný lög um grunnskóla með því að niðurgreiða ekki skólamáltíðir, eins og lögin kveða á um. 2.9.2008 19:19 Bráðabirgðalög vegna skjálfta staðfest Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að staðfesta bráðabirgðalög um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands. Bráðabirgðalögin voru sett í lok maí eftir að snarpur skjálfti reið yfir Suðurland með tilheyrandi tjóni. 2.9.2008 21:56 Vilja að íslensk stjórnvöld leggist gegn eldflaugavarnakerfi Þrír þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að mótmæla áformum Bandaríkjamanna og eftir atvikum NATO að koma upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu. 2.9.2008 21:36 Sjá næstu 50 fréttir
Ákærð 10-11 lögga enn við störf Lögreglumaðurinn sem réðst á pilt í apríl síðastliðnum er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns. 3.9.2008 18:22
Lést af völdum höfuðáverka við Skúlagötu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar hafa staðfest að maðurinn sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í fyrrakvöld lést af völdum höfuðáverka. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3.9.2008 17:18
Íslenskur augnlæknir slær í gegn Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við augndeild Landspítalans, fær svokölluð Jules Gonin verðlaun á þessu ári. 3.9.2008 17:12
10-11 lögga ákærð fyrir brot í starfi Ríkissaksóknari hefur ákveðið að gefa út ákæru á hendur lögreglumanni sem á myndbandi á vefnum YouTube sést taka ungan pilt kverkataki í verslun 10-11 í Grímsbæ. 3.9.2008 16:50
Neyðarástand gæti skapast strax í nótt Formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands segir að neyðarástand geti skapast strax í nótt komi til verkfalls ljósmæðra eins og allt stefnir í. 3.9.2008 16:37
Þorsteinn Kragh laus úr haldi Þorsteinn Kragh, athafnamaðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að stóra hassmálinu svokallaða, er laus úr haldi. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglu um að framlengja gæsluvarðhaldið. Þorsteinn var hins vegar úrskurðaður í farbann til 9. október. Lögregla hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. 3.9.2008 16:32
Nærri 20 kíló af hassi og tvö kíló af amfetamíni í smyglbíl Tæplega 20 kíló af hassi og nærri 1,8 kíló af amfetamíni reyndust í bílnum sem lögregla og tollayfirvöld stöðvuðu við komuna til landsins með Norrænu í gær. Efnið hefur nú verið flutt til Reykjavíkur og var í dag sýnt fjölmiðlum en athygli vekur að hluti efnanna var falinni í niðursuðudós. 3.9.2008 16:30
Margrét Frímannsdóttir: Sólskin og rólegheit á Litla Hrauni Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla Hrauni segir að menn ættu að varast að vera með oftúlkanir og lýsingar sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum þegar kemur að fangelsinu. Á forsíðum Fréttablaðsins og DV er fjallað um átök á milli manna á Litla Hrauni og sagt í DV að Pólstjörnufangarnir, sem dæmdir voru fyrir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar svokölluðu hafi tekið völdin í fangelsinu. Margrét segir lífið ganga sinn vanagang á Hrauninu. 3.9.2008 16:24
Sprengingar hefjast í Bolungarvík Fyrsta sprengjuhleðslan í Bolungarvíkurgöngum verður sprengd seinnipartinn á morgun. Sprengt verður Bolungarvíkurmegin og mun Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sprengja fyrstu hleðsluna. 3.9.2008 16:18
Hluti fíkniefna falinn í niðursuðudós Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leyfði í dag fjölmiðlum að mynda fíkniefnin sem haldlögð voru hjá öldruðum Þjóðverja sem kom til landsins með Norrænu í gær. 3.9.2008 16:00
Óheppilegt að gera róttækar breytingar á starfsumhverfi banka nú Geir H. Haarde forsætisráðherra telur það óheppilegt við þær aðstæður sem uppi eru núna að gera róttækar breytingar á starfsumhverfi bankanna. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 3.9.2008 15:31
„Þegiðu nú, Guðni“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði samstarfsfélaga sínum úr stjórnarandstöðu, Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, að þegja við umræður um orku- og stóriðjumál á Alþingi í dag. 3.9.2008 15:21
Heræfingar fram yfir ljósmæður Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, sagði í umræðum á þingi fyrr í dag að ríkisstjórnin tæki heræfingar fram fyrir samning við ljósmæður. 3.9.2008 15:09
Orka landsins nýtt af skynsemi og náttúruperlum hlíft Ríkisstjórnin mun byggja upp íslenskt atvinnulíf með því að nýta orku landsins af skynsemi og gæta þess að ekki verði farið inn á þær náttúruperlur sem þjóðin telur að ekki mega raska. 3.9.2008 15:01
Segir Samfylkinguna beita Albaníuaðferðinni Að mati Magnúsar Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, vekur athygli hversu opinskáir þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar eru í gagnrýni sinni á störf sjálfstæðismanna í fyrri ríkisstjórnum. 3.9.2008 14:03
Þrengra um vik að leiðrétta laun vegna efnahagsástands Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að vegna stöðunnar í efnahagsmálum sé þrengra um vik að gera leiðréttingar á launum ríkisstarfsmanna eins og ljósmæðra. Þetta kom fram við fyrirspurnartíma á Alþingi nú eftir hádegið þar sem yfirvofandi verkfall ljósmæðra var rætt. 3.9.2008 13:57
Sigurbjörn jarðsunginn á laugardaginn Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, sem andaðist 28. ágúst verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á laugardaginn klukkan 14. Sjónvarpað og útvarpað verður frá athöfninni. 3.9.2008 13:30
Slapp lítið meiddur í bílveltu á Hafravatnsvegi Ökumaður jepplings slapp lítið meiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Hafravatnsvegi við Geitháls um hádegisbil með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar og valt. 3.9.2008 13:24
Óskar eftir að samningi við borgina verði rift Gunnar Smári Egilsson hefur óskað eftir því að samningi hans við Reykjavíkurborg, sem gerður var í borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar, verði rift. 3.9.2008 12:45
Þrír teknir grunaðir um stórfellda þjófnaði Lögregla lagði í gær hald á mikið magn þýfis sem stóð til að senda úr landi. Upp komst um málið þegar lögregla rannsakaði þjófnað í raftækjaverslun í Holtagörðum. Sá verknaður náðist á myndband og í framhaldi af því var einn maður handtekinn. 3.9.2008 12:39
Hækka verð á fóðri um sömu upphæð Fyrirtækin Lífland og Fóðurblandan, sem annast nær allan innflutning og dreifingu á fóðri til bænda, hafa bæði hækkað flutningsgjöld á fóðri, og það um sömu upphæð, eða 9,3 prósent. 3.9.2008 12:38
Hundrað milljónir í heræfingar Kostnaður Íslendinga vegna Norður Víkings, heræfingarinnar sem nú stendur yfir, er um fimmtíu milljónir króna. Þetta kemur fram í 24 stundum í dag. 3.9.2008 12:30
Ljósmæður ganga á fund heilbrigðsnefndar Forsvarsmenn Ljósmæðrafélags Íslands ganga á nú í hádeginu á fund heilbrigðisnefnar Alþingis þar sem ræða á verkfallsaðgerðir þeirra sem hefjast á miðnætti í kvöld. 3.9.2008 12:25
Umferðarslys á Suðurlandsvegi Umferðarslys varð á Hafravatnsvegi við Geitháls um hádegisbil. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað á vettvang og eru fjórir sjúkrabílar á slysstað ásamt tveimur slökkviliðsbílum. Nánari upplýsingar fengust ekki að svo stöddu. 3.9.2008 12:07
Sektaður fyrir manndrápsgabb Héraðsdómur Reykjavíkur sektaði morgun karlmann um hundrað þúsund krónur fyrir að hafa gabbað lögreglu. 3.9.2008 12:03
Kveikt í húsi á Ísafirði í tvígang Kveikt í húsi á Ísafirði í tvígang með nokkurra daga millibili og rannsakar lögregla nú hver hafi verið þar að verki. 3.9.2008 11:47
Undirskriftasöfnun um nýtingu orkuauðlinda Hafin er undirskriftasöfnun á vegum áhugafólks um nýtingu orkuauðlindir þjóðarinnar þar sem skorað er á kjörna fulltrúa á Alþingi og sveitarstjórnum að standa vörð um lífskjör landsmanna og skynsamlega nýtingu orkuauðlinda. 3.9.2008 11:38
Lögguhrotti fær hálfs árs fangelsisdóm Ágúst Fylkisson var í morgun dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundna, fyrir alvarlega líkamsárás á lögregluþjón eftir mótmæli vörubílstjóra í vor. 3.9.2008 11:29
Utanríkisráðherra Spánar í Iðnó Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, er í opinberi heimsókn hér á landi þessa dagana og efnir Samfylkingin til opins fundar með honum í dag klukkan 15 í Iðnó. 3.9.2008 11:02
"Skítt með kerfið" brot á siðareglum pönkara? Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að auglýsingaherferð Vodafone, "Skítt með kerfið", hafi ekki brotið siðareglur auglýsingastofa. Ónefndur aðili kærði herferðina og vildi meina að textinn væri brot á siðareglum því hann væri "óguðlegur" og "ósiðlegur" auk þess sem hann „bryti í bága við almennt siðferði og væri óæskilegur.“ Það er hins vegar spurning hvort siðareglur pönkara hafi ekki verið brotnar. 3.9.2008 10:37
Konur á steypinum krefja Árna um efndir Tuttugu verðandi mæður skrifa Árna Matthiesen, fjármálaráðherra, opið bréf í dag vegna yfirvofandi verkfalls ljósmæðra. Fyrsta verkfallið hefst á miðnætti á í kvöld og stendur í tvo sólarhringa. 3.9.2008 10:26
Smyglarar sækja í ellilífeyrisþega og fjölskyldufólk Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. 3.9.2008 10:21
Reyna að blekkja fé af afgreiðslufólki Lögreglan varar afgreiðslufólk verslana og banka við bífræfnum mönnum af erlendum uppruna sem notað hafa blekkingar til að ná peningum af starfsfólki. 3.9.2008 10:12
Svipaður fjöldi um Keflavíkurflugvöll og í fyrra Um 673 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu átta mánuðum þessa árs sem er nokkurn veginn sami fjöldi og kom til landsins á sama tímabili í fyrra. 3.9.2008 09:30
Nýskráningum bíla fækkar um 30 prósent milli ára Samanlögð greiðslukortavelta heimilanna fyrstu sjö mánuði ársins jókst um rúm fimm prósent miðað við sama tíma í fyrra. 3.9.2008 09:20
Hjúkrunarráð LSH hefur áhyggjur af verkfalli ljósmæðra Hjúkrunarráð LSH hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum af boðuðu verkfalli ljósmæðra í september og af þeim afleiðingum sem verkfallið hefur fyrir barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. 3.9.2008 08:27
Tveir í gæsluvarðhald vegna Skúlagötumálsins Mennirnir tveir, sem lögregla yfirheyrði í gær við rannsókn á andláti manns í íbúð hans við Skúlagötu í fyrrakvöld, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 3.9.2008 07:42
Eldur úr logandi bíl kveikti nær í íbúðarhúsi Minnstu munaði að eldur úr logandi bíl næði að kveikja í íbúðarhúsi við Hófgerði í Kópavogi um klukkan hálf þrjú í nótt. 3.9.2008 07:31
Leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum úr Norrænu Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum, sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. 3.9.2008 07:22
Pólstjörnufangar kröfðu samfanga um verndartolla Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga. 3.9.2008 00:01
Útlendur öldungur aftur tekinn með fíkniefni í Norrænu Karl á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. september eftir að fíkniefni fundust í bíl hans við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í dag. 2.9.2008 21:15
Í gæsluvarðhald til 8. september Nú undir kvöld úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur tvo karlmenn í gæsluvarðhald til 8. september vegna grunsamlegs mannsláts á Skúlagötu í Reykjavík í gær. 2.9.2008 19:01
Saka Garðabæ um að brjóta ný grunnskólalög Foreldrar grunnskólabarna í Garðabæ saka bæjaryfirvöld um að brjóta ný lög um grunnskóla með því að niðurgreiða ekki skólamáltíðir, eins og lögin kveða á um. 2.9.2008 19:19
Bráðabirgðalög vegna skjálfta staðfest Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að staðfesta bráðabirgðalög um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands. Bráðabirgðalögin voru sett í lok maí eftir að snarpur skjálfti reið yfir Suðurland með tilheyrandi tjóni. 2.9.2008 21:56
Vilja að íslensk stjórnvöld leggist gegn eldflaugavarnakerfi Þrír þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að mótmæla áformum Bandaríkjamanna og eftir atvikum NATO að koma upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu. 2.9.2008 21:36