Innlent

Þorsteinn Kragh laus úr haldi

Þorsteinn Kragh.
Þorsteinn Kragh.

Þorsteinn Kragh, athafnamaðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að stóra hassmálinu svokallaða, er laus úr haldi. Hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglu um að framlengja gæsluvarðhaldið. Þorsteinn var hins vegar úrskurðaður í farbann til 9. október. Lögregla hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar.

Forsaga málsins er sú að tollur og lögregla lögðu hald á um 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni í húsbíl aldraðs Hollendings sem kom til landsins með Norrænu 10. júní.

Sá hefur setið í varðhaldi frá þeim tíma en Þorsteinn var í júlí handtekinn í tengslum við málið, grunaður um aðild.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×