Smyglarar sækja í ellilífeyrisþega og fjölskyldufólk 3. september 2008 10:21 Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. Við fyrstu leit í bílnum í gær fannst veruegt magn af fíkniefnum, bæði hassi og hvítu dufti, sem annaðhvort er amfetamín eða kókaín. Í gærkvöldi fannst svo eitthvað til viðbótar en lögregla vill ekki gefa upp tölur um magn fyrr en búið verður að flytja efnið til Reykjavíkur, vigta það og efnagreina. Það eina sem lögregla vill segja á þessari stundu er að magnið sé ekkert í líkingu við það sem fannst í húsbílnum, sem kom með Norrænu í júní. Þar fundust 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni. Þjóðverjnn yfirheyrður eystra Rúmlega sextugur þýskur karlmaður sem var á bílnum sem stöðvaður var í gær hefur verið úrskurðaður í gærluvarðhald í allt að tvær vikur. Enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður vegna málsins en menn fíkniefnalögreglunnar eru nú að yfirheyra Þjóðverjann eystra. Hann verður fluttur til Reykjavíkur í dag eða á morgun og efnið sömuleiðis. Athygli vekur að í þessu máli og stóra hassmálinu sem kom upp í sumar eru burðardýrin í báðum tilvikum eldri menn af erlendum uppruna. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur tekið við rannsókn málsins, segir lögregluyfirvöld víða hafa orðið vör við það að breyting hafi orðið á starfsaðferðum smyglara. „Menn hafa farið frá þessum hefðbundnu smyglurum eins og fíklum yfir í annars konar fólk, þar á meðal eldri menn og jafnvel hefðbundna ferðamenn og þá jafnvel fjölskyldufólk," segir Friðrik. Von um skjótfenginn gróða er það sem rekur smyglarana áfram. Farið fram á áframhaldandi varðhald yfir Þrosteini Kragh Við þetta má bæta að gæsluvarðhald yfir Þorsteini Kragh tónleikahaldara, sem handtekinn var í tengslum við rannsókn stóra hassmálsins á Seyðisfirði fyrr í sumar, rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldi varðhald yfir honum líkt og Hollendingi um sjötugt sem gripinn var með efnin í húsbíl sínum Norrænu. Hollendingurinn var í síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. október vegna rannsóknar málsins. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. Við fyrstu leit í bílnum í gær fannst veruegt magn af fíkniefnum, bæði hassi og hvítu dufti, sem annaðhvort er amfetamín eða kókaín. Í gærkvöldi fannst svo eitthvað til viðbótar en lögregla vill ekki gefa upp tölur um magn fyrr en búið verður að flytja efnið til Reykjavíkur, vigta það og efnagreina. Það eina sem lögregla vill segja á þessari stundu er að magnið sé ekkert í líkingu við það sem fannst í húsbílnum, sem kom með Norrænu í júní. Þar fundust 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni. Þjóðverjnn yfirheyrður eystra Rúmlega sextugur þýskur karlmaður sem var á bílnum sem stöðvaður var í gær hefur verið úrskurðaður í gærluvarðhald í allt að tvær vikur. Enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður vegna málsins en menn fíkniefnalögreglunnar eru nú að yfirheyra Þjóðverjann eystra. Hann verður fluttur til Reykjavíkur í dag eða á morgun og efnið sömuleiðis. Athygli vekur að í þessu máli og stóra hassmálinu sem kom upp í sumar eru burðardýrin í báðum tilvikum eldri menn af erlendum uppruna. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur tekið við rannsókn málsins, segir lögregluyfirvöld víða hafa orðið vör við það að breyting hafi orðið á starfsaðferðum smyglara. „Menn hafa farið frá þessum hefðbundnu smyglurum eins og fíklum yfir í annars konar fólk, þar á meðal eldri menn og jafnvel hefðbundna ferðamenn og þá jafnvel fjölskyldufólk," segir Friðrik. Von um skjótfenginn gróða er það sem rekur smyglarana áfram. Farið fram á áframhaldandi varðhald yfir Þrosteini Kragh Við þetta má bæta að gæsluvarðhald yfir Þorsteini Kragh tónleikahaldara, sem handtekinn var í tengslum við rannsókn stóra hassmálsins á Seyðisfirði fyrr í sumar, rennur út í dag. Farið verður fram á áframhaldi varðhald yfir honum líkt og Hollendingi um sjötugt sem gripinn var með efnin í húsbíl sínum Norrænu. Hollendingurinn var í síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. október vegna rannsóknar málsins.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira