Innlent

Konur á steypinum krefja Árna um efndir

Tuttugu verðandi mæður skrifa Árna Matthiesen, fjármálaráðherra, opið bréf í dag vegna yfirvofandi verkfalls ljósmæðra. Fyrsta verkfallið hefst á miðnætti á í kvöld og stendur í tvo sólarhringa.

Mæðurnar verðandi rifja upp að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið sérstaklega á um að endurmeta beri kjör kvenna hjá hinu opinbera. Einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.

,,Það er nógu mikið fyrir okkur konur að hugsa um og hafa áhyggjur af, þótt ekki leggist svo á okkur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli ljósmæðra að auki," segja konurnar, í bréfinu sem birtist í Morgunblaðinu, og bæta við að þrátt fyrir áhyggjur styðji þær ljósmæður í baráttu sinni alla leið.

Að þeirra mati er það afar eðlileg krafa hjá ljósmæðrum að fá nám sitt og starf metið í samræmi við aðrar sambærilegar stéttir hjá ríkinu.

Mæðurnar verðandi fara fram á að störf ljósmæðra verði endurmetin og þeim greidd laun í samræmi við nauðsyn þeirra. Þá fara þær fram á að ráðmenn sýni sétt ljósmæðra virðingu því ekki þurfi að koma til verkfalls.

Ljósmæður samþykktu í ágúst með yfirgnæfandi stuðningi að boða til verkfallsaðgerða nú í september til að knýja á um betri kjör. Í kjölfarið taka við stigmagnandi verkföll sem enda í allsherjarverkfalli 29. september ef ekki hefur samist fyrir þann tíma.






Tengdar fréttir

Hjúkrunarráð LSH hefur áhyggjur af verkfalli ljósmæðra

Hjúkrunarráð LSH hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum af boðuðu verkfalli ljósmæðra í september og af þeim afleiðingum sem verkfallið hefur fyrir barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra.

Ljósmæður sjá enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins

„Við sjáum bara enga viðleitni hjá samninganefnd ríkisins til að vilja leysa þessa deilu og erum svartsýnar á að hún leysist á næstu dögum,“ sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands

Verkfall ljósmæðra að veruleika á miðvikudag

Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Reyna að tryggja fæðingarhjálp á Suðurlandi

Reynt verður að tryggja fæðingarhjálp á fæðingardeildinni á Selfossi þrátt fyrir boðað verkfall ljósmæðra 4. og 5. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magnúsi Skúlssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Enn erfið fæðing hjá ljósmæðrum

Fimmti samningafundur ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara hófst fyrir stundu. Takist ekki samningar um laun ljósmæðra hefjast boðaðar verkfallsaðgerðir á fimmtudag.

Öryggi verður tryggt komi til verkfalls ljósmæðra

Mönnun á fæðinga- og sængurlegudeild Landspítala verður með eðlilegum hætti komi til aðgerða ljósmæðra og neyðarþjónusta yrði veitt í heimabyggð svo sem lög kveða á um. Þetta kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu.

Einhugur á félagsfundi ljósmæðra

Ljósmæður sjá fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verkfallsaðgerðir eru en vilji ljósmæðra er eftir sem áður að semja sem fyrst. Þetta segir í ályktun sem samþykkt var við dynjandi lófatak á félagsfundi Ljósmæðrafélagsins nú undir kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×