Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:27 Oscar ásamt fósturmóður sinni. Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins. „Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“ Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira
„Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Sjá meira