Innlent

Misstu stjórn á hita í Icelandair-vél

Flugvél sem var á leiðinni frá Keflavík til London fyrir tveimur dögum var snúið aftur til Keflavíkur vegna þess að hitaskynjari bilaði í vélinni. Var um kvöldflug að ræða og því ekki hægt að fljúga seinna um kvöldið þar sem næturbann er á Heathrow flugvelli þar sem lenda átti.

„Það er staðfest að hitaskynjari bilaði og flugstjórinn mat það svo að best væri að snúa við þar sem ekki væri hægt að hafa stjórn á hitanum," segir Sigfús Ólafsson á upplýsingasviði Icelandair.

„ Það var enginn hætta þannig séð en þegar ekki er stjórn á hitanum þá hita eðlilega 100-200 manns upp rýmið," segir Sigfús sem hafði ekki upplýsingar yfir það hve heitt hafi orðið í vélinni. Farþegum flugsins var útvegað önnur flug og gisting eftir þeim reglum sem gilda um slíkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×