Innlent

Fyrirhugað húsnæði LHÍ stærri en Tollhúsið

Húsið sem Listaháskóli Íslands vill reisa við Frakkastíg og Laugaveg er mun stærri en Tollhúsið við Tryggvagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðingur, segir reitinn allt of lítinn fyrir slíka byggingu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það undarlegt og leiðinlegt hvernig umræðan um byggingu Listaháskólans hefur þróast.

Sigmundur Davíð segir að borgin sé að koma mjög mikið á móts við Listaháskólann með því að tvöfalda það byggingamagn sem var gert ráð fyrir á reitnum við Laugaveg og Frakkastíg. Hann segir að

samkvæmt teikningum Listaháskólans sé gert ráð fyrir að hús rísi sem sé þrjátíu prósentum stærra en Tollhúsið við Tryggvagötu. Sigmundur segir reitinn allt of lítinn fyrir bygginguna, sem komi í veg fyrir að hægt sé að gera heildstæða götumynd.

Sigmundur Davíð segir að því miður hafi þetta mál verið gert að pólitísku bitbeini án þess að ræða það í grundvallaratriðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×