Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2025 17:26 Bergþór ásamt félögum sínum í Miðflokknum á flokksþinginu í október. Vísir/Lýður Valberg Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos. Bergþór, sem er fyrrverandi Sjálfstæðismaður, hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá árinu 2017. Hann var þingflokksformaður flokksins þar til í september og greindi í framhaldi frá því að hann hygðist bjóða sig fram sem varaformaður flokksins á landsþingi. Svo fór að Bergþór dró framboð sitt til baka, Snorri Másson var kjörinn varaformaður og Bergþór því óbreyttur þingmaður flokksins í dag. Sigríður Á. Andersen er í dag formaður þingflokksins. Laufey Rún Ketilsdóttir, sambýliskona Bergþórs, sagðist í dag vera hætt störfum fyrir Miðflokkinn. Þar hefur hún starfað sem starfsmaður þingflokks í rúmt ár en var áður upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Laufey Rún er eins og Bergþór fyrrverandi Sjálfstæðismaður, starfaði fyrir þingflokkinn og síðar sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen sem þá var dómsmálaráðherra flokksins. Bergþór lá láréttur þegar Vísir náði af honum tali. Hann glímir við svæsið brjósklos og gæti verið að fá inflúensuna í þokkabót. Hann hló að vangaveltum þess efnis að hann væri ósáttur með stöðu sína innan Miðflokksins. „Það er því miður ekki jafnskemmtilegt drama þarna og það hljómar,“ segir Bergþór. Það sé af og frá að hann íhugi að feta í fótspor Birgis Þórarinssonar sem flutti sig um set í fyrra úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir tveir eru báðir á hægri væng stjórnmálanna. Snorri varaformaður, Sigríður þingflokksformaður og Bergþór þingmaður á nýliðnu flokksþingi Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg „Það er enginn fótur fyrir því. Þetta er búin að vera rúllandi saga í átta ár.“ Hann segir tilviljun eina ráða því að starfslok Laufeyjar Rúnar beri upp á sama tíma og kalla þurfi inn varamann á þingið fyrir hann. Hans kraftar núna fari í að jafna sig af brjósklosinu og svo komi hann þeim mun brattari til leiks á nýju ári í baráttuna á þingi. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Bergþór, sem er fyrrverandi Sjálfstæðismaður, hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá árinu 2017. Hann var þingflokksformaður flokksins þar til í september og greindi í framhaldi frá því að hann hygðist bjóða sig fram sem varaformaður flokksins á landsþingi. Svo fór að Bergþór dró framboð sitt til baka, Snorri Másson var kjörinn varaformaður og Bergþór því óbreyttur þingmaður flokksins í dag. Sigríður Á. Andersen er í dag formaður þingflokksins. Laufey Rún Ketilsdóttir, sambýliskona Bergþórs, sagðist í dag vera hætt störfum fyrir Miðflokkinn. Þar hefur hún starfað sem starfsmaður þingflokks í rúmt ár en var áður upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Laufey Rún er eins og Bergþór fyrrverandi Sjálfstæðismaður, starfaði fyrir þingflokkinn og síðar sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen sem þá var dómsmálaráðherra flokksins. Bergþór lá láréttur þegar Vísir náði af honum tali. Hann glímir við svæsið brjósklos og gæti verið að fá inflúensuna í þokkabót. Hann hló að vangaveltum þess efnis að hann væri ósáttur með stöðu sína innan Miðflokksins. „Það er því miður ekki jafnskemmtilegt drama þarna og það hljómar,“ segir Bergþór. Það sé af og frá að hann íhugi að feta í fótspor Birgis Þórarinssonar sem flutti sig um set í fyrra úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir tveir eru báðir á hægri væng stjórnmálanna. Snorri varaformaður, Sigríður þingflokksformaður og Bergþór þingmaður á nýliðnu flokksþingi Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg „Það er enginn fótur fyrir því. Þetta er búin að vera rúllandi saga í átta ár.“ Hann segir tilviljun eina ráða því að starfslok Laufeyjar Rúnar beri upp á sama tíma og kalla þurfi inn varamann á þingið fyrir hann. Hans kraftar núna fari í að jafna sig af brjósklosinu og svo komi hann þeim mun brattari til leiks á nýju ári í baráttuna á þingi.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira