Innlent

Farið yfir marga áratugi á Akureyri

Nanna Hlín skrifar

Fjölskylduhátíðin á Akureyri verður með nýstárlegu móti þetta árið þar sem uppákomur og skemmtanir bera brag af hinum ýmsu áratugum síðustu aldar. „Allt gengur dásamlega, ég veit ekki hve margir eru komnir til Akureyrar, við ætlum að telja bros ekki fólk hér í ár," segir Margrét Blöndal skipuleggjandi hátíðarinnar.

„Það má segja að hátíðin hafi byrjað í gær með rauðu hjörtunum í umferðaljósunum en annars er frekar óformlegt stemmning hér á AKureyri. Í kvöld verður Dynheimahlöðuball en Dynheimar vekja upp mikla nostalgíu í Akureyringum þar sem þetta var vinsæll staður hér á Akureyri frá áttunda til tíunda áratugunum," segir Margrét.

„Á morgun verður svo „eighties" þema, fjólublá ljós í bænum, afgreiðslufólk búða í búningum í samræmi við þemað og boðið upp á ókeypis „eighties" hárgreiðslur á hárgreiðslustofum." Um kvöldið er svo meðal annars karokíkeppni og danskennsla í anda þemans.

Sunnudagurinn er svo að sögn Margrétar bæði í anda sjöunda áratugarins með gamla akureyska appelsíninu Vallash í boði og einnig í anda eldri tíma á Akureyri. Verður haldið heldri borgaraboð þar sem minnst er þeirra tíma í sögu Akureyrarbæjar þegar aðeins var töluð danska á sunnudögum. Dagurinn endar svo með Sparitónleikum á Akureyrarvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×