Innlent

Segir heimskulegt að ráða ekki heyrnarlausa

,,Það er heimska að ráða ekki heyrnarlausa til starfa" segir Sigurlín Margrét Sigurðardóttir fyrrverandi varaþingmaður Frjálslyndra sem var synjað um starf hátt í hundrað sinnum á einu ári.

Sigurlín Margrét er landsmönnum kunn sem táknmálsþulur Ríkisútvarpsins og fyrrum varaþingmaður Frjálslyndra. Fréttastofa greindi nýlega frá heyrnarlausum tækniteiknara sem hefur verið synjað háttí sjötíu sinnum um starf. En hann er langt í frá sá eini.

Sigurlín sótti nær eingöngu um bókhaldsstörf í bakvinnslu sem ekki kröfðust símsvörunar. En svör fyrirtækjanna voru ávallt þau sömu.

Sigurlín segir íslenskt samfélag aftarlega á merinni í málefnum heyrnarlausra, menntun þeirra sé léleg og atvinnumöguleikar rýrir.

Brýnt sé að breyta þankagangi á vinnumarkaði.

Sigurlín ákvað að venda kvæði sínu í kross og stofnaði eigið fyrirtæki, Táknmál ehf. fyrir einu ári þar sem hún vinnur að þróunarverkefnum tengdum táknmáli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×