Innlent

30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi

Albanskur karlmaður var dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa falsað vegabréf meðferðis. Lögreglan fann vegabréfið við leit á manninum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 22. júlí síðastliðinn. Maðurinn játaði brot sín afdráttalaust og í dómnum segir að samkvæmt dómvenju sé refsing mannsins hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×