Þórhallur: Ekki komið aftan að Ólafi með neinum hætti Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 31. júlí 2008 14:13 Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, telur að Helgi Seljan hafi hvorki verið dónalegur né of aðgangsharður þegar hann tók viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, í Kastljósinu í gærkvöldi. Í viðtali við Vísi í gær sagði Ólafur viðtalið undirlagt af pólitískri misnotkun og að borgarbúum og borgarstjórnarembættinu hafi verið sýnd stæk óvirðing. Þarf að útskýra ásakanir sínar nánar Í viðtalinu sagði Ólafur jafnframt: „Helgi reyndi vísvitandi að komast hjá því að ræða borgarmálin. Kerfisbundið var verið að trufla og endurtaka spurningar til að ég gæti ekki rætt þau góðu mál sem þessi borgarstjórnarmeirihluti stendur fyrir." „Við erum öllu vön. Það gerist oft að stjórnmálamenn telja að það sé ansi hart að þeim gengið í svona viðtölum. Ég held að fulltrúar allra flokka hafi einhvern tíman sagt að við höfum annarleg sjónarmið uppi þegar við göngum hart að þeim," útskýrir Þórhallur og biður Ólaf um að hann útskýri betur hvað hann eigi við þegar hann sakar Kastljósið um jafn alvarlegan hlut og pólitíska misnotkun. Framganga Helga eðlileg Þórhallur vísar jafnframt á bug ásökunum Ólafs í garð Helga. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri vissi hvaða mál átti að ræða. Það átti að ræða uppsögn Ólafar [Guðnýjar Valdimarsdóttur úr skipulagsráði], Listaháskólann og Bitruvirkjun. Þetta voru þau þrjú mál sem átti að ræða og ekkert átti að koma honum á óvart. En það tók lengri tíma að ræða mál Ólafar og Listaháskólans heldur en við gerðum ráð fyrir og því gafst ekki tími til að ræða Bitruvirkjun. Ekki var komið aftan að Ólafi með neinum hætti." Þórhallur viðurkennir að vissulega hafi Helgi verið aðgangsharður en að það sé eðlilegt að þegar svörin eru ekki nægilega skýr að það sé sótt fast að stjórnmálamönnum um skýrari svör. Framganga Helga var því eðlileg að mati Þórhalls. Ólafur áfram velkominn Sérstakt atvik átti sér einnig stað strax eftir að viðtalinu lauk. Stóð Þórhallur þá fyrir framan myndavélina og kynnti næsta innslag en í bakgrunninum sást Ólafur rjúka úr sæti sínu, staðnæmast rétt hjá Helga og hreyta einhverju að honum. Hvorki Þórhallur né Helgi vildi hins vegar tjá sig um hvað þar hefði farið fram. Framganga Ólafs verður hins vegar ekki til þess að honum verði neitað um boð aftur í Kastljósið. „Alls ekki. Ólafur er jafn velkominn eins og aðrir stjórnmálamenn í þáttinn og það breytist ekki," útskýrði Þórhallur að lokum. Viðtal Helga Seljan við Ólaf í Kastljósinu frá því í gær má sjá hér. Tengdar fréttir ,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér" Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun. 30. júlí 2008 22:13 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, telur að Helgi Seljan hafi hvorki verið dónalegur né of aðgangsharður þegar hann tók viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, í Kastljósinu í gærkvöldi. Í viðtali við Vísi í gær sagði Ólafur viðtalið undirlagt af pólitískri misnotkun og að borgarbúum og borgarstjórnarembættinu hafi verið sýnd stæk óvirðing. Þarf að útskýra ásakanir sínar nánar Í viðtalinu sagði Ólafur jafnframt: „Helgi reyndi vísvitandi að komast hjá því að ræða borgarmálin. Kerfisbundið var verið að trufla og endurtaka spurningar til að ég gæti ekki rætt þau góðu mál sem þessi borgarstjórnarmeirihluti stendur fyrir." „Við erum öllu vön. Það gerist oft að stjórnmálamenn telja að það sé ansi hart að þeim gengið í svona viðtölum. Ég held að fulltrúar allra flokka hafi einhvern tíman sagt að við höfum annarleg sjónarmið uppi þegar við göngum hart að þeim," útskýrir Þórhallur og biður Ólaf um að hann útskýri betur hvað hann eigi við þegar hann sakar Kastljósið um jafn alvarlegan hlut og pólitíska misnotkun. Framganga Helga eðlileg Þórhallur vísar jafnframt á bug ásökunum Ólafs í garð Helga. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri vissi hvaða mál átti að ræða. Það átti að ræða uppsögn Ólafar [Guðnýjar Valdimarsdóttur úr skipulagsráði], Listaháskólann og Bitruvirkjun. Þetta voru þau þrjú mál sem átti að ræða og ekkert átti að koma honum á óvart. En það tók lengri tíma að ræða mál Ólafar og Listaháskólans heldur en við gerðum ráð fyrir og því gafst ekki tími til að ræða Bitruvirkjun. Ekki var komið aftan að Ólafi með neinum hætti." Þórhallur viðurkennir að vissulega hafi Helgi verið aðgangsharður en að það sé eðlilegt að þegar svörin eru ekki nægilega skýr að það sé sótt fast að stjórnmálamönnum um skýrari svör. Framganga Helga var því eðlileg að mati Þórhalls. Ólafur áfram velkominn Sérstakt atvik átti sér einnig stað strax eftir að viðtalinu lauk. Stóð Þórhallur þá fyrir framan myndavélina og kynnti næsta innslag en í bakgrunninum sást Ólafur rjúka úr sæti sínu, staðnæmast rétt hjá Helga og hreyta einhverju að honum. Hvorki Þórhallur né Helgi vildi hins vegar tjá sig um hvað þar hefði farið fram. Framganga Ólafs verður hins vegar ekki til þess að honum verði neitað um boð aftur í Kastljósið. „Alls ekki. Ólafur er jafn velkominn eins og aðrir stjórnmálamenn í þáttinn og það breytist ekki," útskýrði Þórhallur að lokum. Viðtal Helga Seljan við Ólaf í Kastljósinu frá því í gær má sjá hér.
Tengdar fréttir ,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér" Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun. 30. júlí 2008 22:13 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
,,Pólitísk misnotkun Kastljóssins er ekki ný fyrir mér" Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun. 30. júlí 2008 22:13