Innlent

Dekkjaþófar hreinsuðu undan Land Cruiser jeppa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Hertz bílaleigunni.
Frá Hertz bílaleigunni.

Öllum dekkjum ásamt felgum var rænt undan Toyota Land Cruiser bifreið á Hertz bílaleigunni við Reykjavíkurflugvöll í nótt.

Að sögn Hreins Sigmarssonar, flotastjóra hjá Hertz, eru atvik af þessu tagi fátíð en þau eru alltaf kærð til lögreglu. Hreinn segir að mennirnir hafi komið vel undirbúnir með bíltjakk og skilið bílinn eftir á steinum.

Hann telur að tjónið geti verið á bilinu 350 - 400 þúsund krónur og segir að brugðist verði við þessu atviki með því að setja upp öryggismyndavélar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×