Svandís stígur til hliðar Agnar Már Másson skrifar 12. desember 2025 16:57 Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár. Hún greinir frá því á Facebook að hún hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundi flokksins árið 2026. Ekki er ljóst hvort hún stígi strax til hliðar sem formaður. „Ákvörðunin er persónuleg og tekin af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun,“ skrifar Svandís, sem tók við formennsku í fyrra. „Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma.“ „Ég hef fulla trú á mikilvægu hlutverki Vinstri grænna og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni,“ bætir hún við. Svandís tók við af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, nú varaformanni, en hann hafði gegnt tímabundinni formennsku eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að Katrín hafði kúplað sig úr stjórnmálum og reynt við forsetaframboð. Svandís var formlega kjörin formaður í október 2024. Formaðurinn víkur á erfiðum tíma fyrir flokkinn þar sem Vinstri græn náðu ekki manni inn á þing í síðustu þingkosningum né náði flokkurinn 2,5 prósenta lágmarkskosningu til að hljóta styrk sem stjórnmálaafl. Fylgi flokksins hefur setið í 2 til 2,5 prósentum í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum. Það má því líklega búast við formannslagi á næsta fundi en enginn hefur formlega lýst áhuga á því að sækjast eftir formannsembættinu. Það vakti athygli í vikunni þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, stakk upp á því í vikunni að Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi tæki við sem næsti formaður. Svandís svaraði honum fullum hálsi í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingi Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Hún greinir frá því á Facebook að hún hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundi flokksins árið 2026. Ekki er ljóst hvort hún stígi strax til hliðar sem formaður. „Ákvörðunin er persónuleg og tekin af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun,“ skrifar Svandís, sem tók við formennsku í fyrra. „Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma.“ „Ég hef fulla trú á mikilvægu hlutverki Vinstri grænna og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni,“ bætir hún við. Svandís tók við af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, nú varaformanni, en hann hafði gegnt tímabundinni formennsku eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að Katrín hafði kúplað sig úr stjórnmálum og reynt við forsetaframboð. Svandís var formlega kjörin formaður í október 2024. Formaðurinn víkur á erfiðum tíma fyrir flokkinn þar sem Vinstri græn náðu ekki manni inn á þing í síðustu þingkosningum né náði flokkurinn 2,5 prósenta lágmarkskosningu til að hljóta styrk sem stjórnmálaafl. Fylgi flokksins hefur setið í 2 til 2,5 prósentum í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum. Það má því líklega búast við formannslagi á næsta fundi en enginn hefur formlega lýst áhuga á því að sækjast eftir formannsembættinu. Það vakti athygli í vikunni þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, stakk upp á því í vikunni að Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi tæki við sem næsti formaður. Svandís svaraði honum fullum hálsi í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira