Innlent

Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram.

Landvernd krafðist þess í apríl að ráðherra felldi ákvörðun Skipulagsstofnunar úr gildi en þá hafnaði ráðherra kröfunni á þeirri forsendu að matsferlið væri of langt komið.

Í dag sneri ráðherra hins vegar við blaðinu - nú skal meta umhverfisáhrif á öllu svæðinu í einu, það er að segja álverið á Bakka, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur.








Tengdar fréttir

Alcoa skoðar stærra álver á Bakka

Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn.

Enn stærra álver á Bakka hugnast Ingibjörgu ekki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Alcoa um enn stærra álver á Bakka sem kynntar voru fyrir helgi hugnist sér ekki. ,,Þetta slær mig ekki vel."

Ný virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun

Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×