Innlent

Þrír gista fangageymslur vegna likamsárásar í Eyjum

Frá Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra.
Frá Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra.

Karlmaður hlaut skurð á hnakka í ryskingum fyrir framan veitingahús í miðbæ Vestmannaeyjar á sjötta tímanum í morgun. Þrír gista fangageymslur lögreglunnar vegna málsins og verða yfirheyrðir þegar áfengisvíman rennur af þeim. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að nóttin þar í bæ hafi verið með líflegra móti, enda fólk farið að tínast að vegna Þjóðhátíðar sem fer þar fram um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×