Innlent

Brotist inn hjá Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu

Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir.

Bífræfnir þjófar brutust inn á heimili athafnahjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur á Sóleyjargötu og létu þar greipar sópa á neðstu hæð hússins. Sonur þeirra var sofandi heima og hreinsuðu þjófarnir hæðina án hans vitundar samkvæmt heimildum Vísis.

Þjófarnir fylltu ferðatökur af þýfi en tóku auk þess sjö gaskúta úr garðinum. Þeir höfðu meðal annars fyrir því að aftengja kútinn við gasgrillið. Þýfið fannst í gær eftir nokkra leit. Ekki náðist í Jón Ásgeir eða Ingibjörgu við gerð þessarar fréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×