Innlent

Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sömdu

Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa fallist á sáttatilboð Flugmálastjórnar um starfskjör, eftir því sem fram kom í hádegisfréttum Stöðvar 2. Þeir munu því ekki ganga á dyr í dag eins og áður hafði verið fyrirhugað. Slökkviliðsmenn töldu á sér brotið með breyttu vinnufyrirkomulagi sem fyrirhugað var að tæki gildi 1. ágúst. Slökkviliðsmenn töldu að grunnlaun þeirra myndu lækka um allt að 20 prósentum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×