Fleiri fréttir

Ekið á átta ára dreng á Ísafirði

Ekið var á átta ára dreng á Túngötu á Ísafirði um hálfáttaleytið í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var hann fluttur á sjúkrahúsið þar í bæ þar sem í ljós kom að hann er lærbrotinn. Hann mun ekki hafa meiðst að öðru leyti.

Óskar var besti kosturinn í stöðunni

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa náð samkomulagi um meiirhlutasamstarf í Reykjavíkurborg. Frá þessu var greint eftir fund Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna, og Óskars Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, í Ráðhúsinu í kvöld.

Árni Þór ræddi við Ólaf um að víkja

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum borgarfulltrúi, sagði við fjölmiðlamenn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að hann hefði rætt við Ólaf F. Magnússon í morgun. Í þeim samtölum hafi komið fram að Ólafur hafi verið tilbúinn til þess að víkja fyrir Margréti Sverrisdóttur til þess að koma Tjarnarkvartetinum að.

Óskar veit ekki hvort Marsibil styður nýja meirihlutann

Óskar Bergsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni og væntanlegur formaður borgarráðs sagði eftir fund sinn með Hönnu Birnu að hann ætti eftir að klára að ræða við varamann sinn Marsibil Sæmundardóttur um tíðindin í borginni.

Borgarstjórnin styrkist með innkomu Óskars

„Ég er sæll og glaður með þetta,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þegar hann er spurður að því hvernig honum lítist á nýjan meirihluta sjálfstæðismanna og Framsóknar í borgarstjórn Reykjavíkur. „Við ætlum að styrkja borgarstjórnina og það gerum við með því að fá Framsóknarflokkinn og þennan afbragðsmann inn,“ segir Júlíus og á þar við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa.

Telur Óskar hafa svikið samkomulag minnihluta

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur að Óskar Bergsso-n, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi svikið það samkomulag minnihlutans í borginni að taka ekki þátt í þeim vinnubrögðum sem sjálfstæðismenn viðhafi.

Jón Magnússon kjörinn formaður í Reykjavík

Framhaldsstofnfundur Borgarmálafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík var haldinn í kvöld. Um þrjátíu manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Guðmundur Borgþórsson varaformaður bæjarmálafélags Frjálslyndra í Kópavogi. Ritari var Guðrún María Óskarsdóttir úr Hafnarfirði sem einnig er aðstoðarmaður Grétars Mar Jónssonar.

Fyrri ágreiningsmál flokkanna gerð upp

Óskar Bergsson sagði við blaðamenn nú rétt í þessu í Ráðhúsi Reykjavíkur að hann og Hanna Birna Kristjánsdóttir væru að hittast í fyrsta sinn í dag til þess að ræða væntanlegan meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Hanna Birna: Of mörg ágreiningsmál við Ólaf

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að ágreiningsefnin við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra hafi verið of mörg til þess að halda áfram samstarfi við hann. Hún tilgreindi hins vegar ekki hvaða mál það væru og sagði að þetta snerist ekki um persónu Ólafs.

Fjölmargir MS sjúklingar bíða enn undralyfs

Á bilinu fimmtíu til sextíu MS sjúklingar bíða enn eftir að fá Tysabri lyfið sem hefur haft undraverð áhrif á sjúklinga. Formaður MS félagsins segir ólíðandi að láta sjúklinga bíða í svona langan tíma og aðstöðuleysi á spítalanum sé eina skýringin.

Viðræður um meirihluta í Ráðhúsinu í kvöld

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun hitta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í Ráðhúsinu nú klukkan átta þar sem rætt verður um meirihlutasamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokknum.

Starfsmenn þreyttir á tíðum meirihlutaskiptum

Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, segir starfsmenn borgarinnar orðna þreytta á tíðum meirihlutaskiptum í borginni og sumir hristi hreinlega hausinn yfir stöðunni.

Raunhæfasta meirihlutasamstarfið

Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er raunhæfasti kosturinn í borgarstjórnar Reykjavíkur, að mati Magnúsar Stefánssonar þingmanns Framsóknarflokksins.

Ólafur ætlaði aldrei að hætta

Jakob Frímann Magnússon, helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar í borgarmálum, sagði við blaðamenn niðri í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að allar fullyrðingar um að Ólafur hafi ætlað að segja af sér sem borgarfulltrúi og koma Margréti Sverrisdóttur að og þannig endurvekja Tjarnarkvartettinn, séu rangar.

Skemmdarvargar gripnir í Mosfellsbæ

Tveir skemmdarvargar voru gripnir í Mosfellsbæ í gærkvöld. Um var að ræða unglingspilta sem höfðu sprengt upp ruslatunnu í bænum.

Bifhjólamenn sluppu með skrekkinn

Karl á þrítugsaldri slapp með skrekkinn þegar hann missti stjórn á bifhjóli sínu í Árbænum síðdegis í gær. Maðurinn féll í götuna en hann virðist hafa sloppið með skrámur.

Óskar tók sjálfstæðismenn fram yfir Tjarnarkvartettinn

Yfirlýsing lá fyrir um það í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Tjarnarkvartettinn á ný. Óskar Bergsson hafði úrslitaáhrif í málinu og valdi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna.

Meirihlutaslit staðreynd - Óskar formaður borgarráðs

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að segja skilið við Ólaf F. Magnússon í meirihlutasamstarfi í borginni og hyggst ganga til samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Þetta hefur Vísir eftir heimildarmönnum sínum.

Segja rekstrarforsendur sauðfjárbænda brostnar

Bændasamtökin segja verðskrá Norðlenska fyrir sauðfjárafurðir haustið 2008 langt undir væntingum og rekstrarforsendur margra sauðfjárbænda brostnar. Samkvæmt verðskránni hækkar verð á alla kjötflokka um 15 prósent en sauðfjárbændur gerðu sér vonir um allt að 27 prósenta hækkun.

Játar á sig hnífaárás á erlendan karlmann

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurða karlmann í sex vikna gæsluvarðhald fyrir að hafa ráðist að erlendum karlmanni í miðborg Reykjavíkur fyrir verslunarmannahelgi og stungið hann með hnífi.

Ríkisstjórnin segir NEI við ofbeldi gegn konum

Undirskriftaátakið Segjum NEI við ofbeldi gegn konum var opnað á vefsíðu í dag og undirrituðu utanríkisráðherra, samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra áskorunina fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Átakið er hvatning til ríkisstjórna heims að grípa til aðgerða til að binda endi á ofbeldi gegn konum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNIFEM á Íslandi.

Lögmaður: Rauf ekki nálgunarbannið

Maður sem grunaður er um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi braut ekki sex mánaða nálgunarbann sitt gagnvart konunni, að sögn Hilmars Ingimundarson verjanda mannsins.

Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka.

Jakob væntir tíðinda síðar í dag

„Borgarstjóri verður að útskýra það sjálfur,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, aðspurður hvers vegna Ólafur F. Magnússon mætti ekki á borgarráðsfund í morgun eins og venjan er. „Það skýrir sig væntanlega sjálft síðar í dag,“ bætti Jakob við.

Vilja að Tjörnin verði „lítið snortið vatn"

Umhverfis- og samgönguráð fundaði í gær og var þar meðal annars rætt ástand mengunar í Tjörninni. Kynnt var skýrsla sem umhverfis- og samgönguráð fól Náttúrufræðistofu Kópavogs að gera um mengun í Tjörninni.

Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi

Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt.

Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni.

Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar

Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna.

Stéttarfélög senda ráðherra tóninn

Stéttarfélög í Þingeyjarsýslum skora á ríkistjórnina að vinna heilshugar að framgangi þess að álver rísi á Bakka við Húsavík enda reynist það hagkvæmt og í sátt við umhverfið.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík verða Hallveig

Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heitir nú Hallveig - ungir jafnaðarmenn í Reyjavík. Nafni félagsins var breytt á aðalfundi í gær um leið og ný stjórn var kjörin.

Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag

Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir