Innlent

Vilja að Tjörnin verði „lítið snortið vatn"

 

Umhverfis- og samgönguráð fundaði í gær og var þar meðal annars rætt ástand mengunar í Tjörninni. Kynnt var skýrsla sem umhverfis- og samgönguráð fól Náttúrufræðistofu Kópavogs að gera um mengun í Tjörninni.

Kom fram í skýrslunni að mikil mengun væri í Tjörninni og var því ákveðið á fundinum að vinna bætur á því þannig að vatn Tjarnarinnar gæti flokkast undir mengunarflokk B og væri þar með „lítið snortið vatn."

Til þess að vinna að því markmiði var umhverfis- og samgöngusviði meðal annars falið að hrinda á stað tilraunaverkefni til þess að endurheimta síkjamara á Tjörninni, rannsaka hvort skólp sé að berast í Tjörnina og skoða möguleika á að fjarlægja efsta lag botns Tjarnarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×