Innlent

Skrifað undir samninga um hafnargerð í Landeyjafjöru

Skrifað verður undir samninga um gerð hafnar í Landeyjafjöru með tilheyrandi vegagerð síðar í dag.

Ákveðið var að ganga til samninga við Suðurverk í Hafnarfirði sem átti lægsta tilboð í verkið. Það hljóðaði upp á nærri 1,9 milljarða króna eða um 60 prósent af kostnaðaráætlun sem var 3,1 milljarður.

Skrifað verður undir samninginn í Landeyjarfjöru en áætlað er að ný Vestmannaeyjaferja sigli á milli hafnarinnar og Eyja. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum en áætlað er að höfnin verði tilbúin eftir tvö ár. Gerð Landeyjahafnar markar nokkur tímamót enda verður það eina ferjuhöfnin frá Þorlákshöfn að Höfn í Hornafirði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×