Innlent

Umsögn um nektardansstaði ekki tekin fyrir á borgarráðsfundi

Borgarráð frestaði í annað sinn að taka fyrir á fundi sínum beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nýja umsögn vegna tveggja skemmtistaða sem vilja sýna nektardans.

Staðirnir Club Óðal og Vegas sóttu um undanþágu frá banni við nektarsýningum. Í tíð hundrað daga meirihlutans í fyrra var samþykkt að leggjast gegn því að veita slíkt leyfi á stöðunum tveimur.

Ný vending varð hins vegar í málinu nýlega þegar lögreglustjórinn endurnýjaði leyfi Goldfinger í Kópavogi til að sýna nektardans. Það gerði lögreglustjórinn eftir að dómsmálaráðuneytið hafði komist að þeirri niðurstöðu að lögreglustjóranum bæri að endurskoða fyrri umsögn sína um Goldfinger.

Í henni lagðist lögreglustjórinn gegn leyfi til handa Goldfinger til að sýna nektardans. Taka átti málefni Vegas og Club Óðal fyrir á fundi borgarráðs í dag, eftir að því hafði verið frestað í síðustu viku, en það var hins vegar ekki gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×