Innlent

Jón Magnússon kjörinn formaður í Reykjavík

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Framhaldsstofnfundur Borgarmálafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík var haldinn í kvöld. Um þrjátíu manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Guðmundur Borgþórsson varaformaður bæjarmálafélags Frjálslyndra í Kópavogi. Ritari var Guðrún María Óskarsdóttir úr Hafnarfirði sem einnig er aðstoðarmaður Grétars Mar Jónssonar.

Það sem lá fyrir fundinum var kosning formanns, stjórnar og Kosning stjórnar fer fram annarra trúnaðarmanna. Formaður Borgarmálafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík var kjörinn Jón Magnússon alþingismaður. Sextán manns gáfu kost á sér í aðalstjórn.

Þeir sem náðu kjöri í aðalstjórn eru þessir:

Tryggvi Agnarsson

Gunnar Skúli Ármannsson

Höskuldur Höskuldsson

Þóra Guðmundsdóttir

Hildur Sif Thorarensen

Halla Rut Bjarnadóttir

Viðar Guðjónsson

Guðsteinn Haukur Barkarsson

Pétur Bjarnason

Rannveig Höskuldsdóttir

Helga Þórðardóttir

Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×