Innlent

Sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur

Hérðaðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni á heimili þeirra fyrr á þessu ári. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í skaðabætur.

Stúlkan var á tólfta aldursári þegar brotin áttu sér stað og samkvæmt ákæru stóðu þau yfir frá janúar eða febrúar fram í maí. Maðurinn játaði en þó ekki að hafa haft samfarir við stúlkuna eins og oft hún sagði til um. Þótti dómnum hins vegar sannað að hann hefði í mörg skipti haft samfarir við stúlkuna.

Segir í dómnum að brot mannsins hafi verið einstaklega gróf og ófyrirleitin en hann hefði á um fjögurra mánaða tímabili meðal annars margsinnis haft samræði við stúlkuna og endaþarmsmök. Brotin hafi verið til þess að valda stúlkunni verulegum skaða. „Á ákærði sér þær málsbætur einar að hann hefur játað sök," segir dómurinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×