Innlent

Stéttarfélög senda ráðherra tóninn

Fjölmenni var á fundi sem umhverfisráðherra boðaði til á Húsavík í fyrradag vegna úrskurðar síns um Bakkaálver.
Fjölmenni var á fundi sem umhverfisráðherra boðaði til á Húsavík í fyrradag vegna úrskurðar síns um Bakkaálver. MYND/Stöð 2

Stéttarfélög í Þingeyjarsýslum skora á ríkistjórnina að vinna heilshugar að framgangi þess að álver rísi á Bakka við Húsavík enda reynist það hagkvæmt og í sátt við umhverfið.

Í ályktun sem félögin hafa sent frá sér segir að sundurlyndi ráðherra og óheppilegar yfirlýsingar hafi tafið verulega fyrir framgangi verkefnisins. Nægi þar að nefna ákvörðun umhverfisráðherra um að framkvæmdin þurfi í sameiginlegt umhverfismat, aðgerð sem eigi sér ekki hliðstæðu á Íslandi.

Segja stéttarfélögin að þessi ákvörðun setji verkefnið í uppnám og ýti undir frekari fólksflótta af svæðinu. Þá segja forsvarsmenn stéttarfélaganna borgarafund umhverfisráðherra á Húsavík í fyrrakvöld mikil vonbrigði þar sem ráðherra hafi komið sér hjá því að svara spurningum sem varða framgang verkefnisins á Bakka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×