Fleiri fréttir

Geir: Sagnfræðiritgerð Vals kemur pólitík í dag lítið við

Áhugaverð sagnfræðiritgerð sem kemur pólitíkinni í dag afskaplega lítið við, segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um nýútkomna bók Vals Ingimundarsonar þar sem fram kemur að Ísland hafi verið komið á stuðningslista fyrir Íraksstríðið áður en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi.

Langar að taka þátt í breytingum á HÍ

Ólína Þorvarðardóttir sótti um starf forseta hugvísindasviðs og félagsvísíndasviðs en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. „Ég sæki um þetta starf því mig langar að taka þátt í þeim breytingum sem nú eru að verða á skólanum," segir Ólína og vísar til þeirra nýlegu breytinga sem gerðar hafa verið á stjórnskipulagi Háskóla Íslands.

Staðfest gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að líkamsárás þar sem erlendur karlmaður var stunginn hnífi aðfaranótt föstudagsins fyrir verslunarmannahelgi.

Ólína sækir um tvær toppstöður í HÍ

Umsóknarfrestur um störf forseta fræðasviða við Háskóla Íslands rann út í fyrradag. Alls bárust 25 umsóknir um starf forseta fræðasviða hinna fimm nýju sviða skólans, félagsvísindasviðs, heilbrigðisvísindasviðs, hugvísindasviðs, menntavísindasviðs og verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Rauði krossinn sendir 6 milljónir vegna átakanna í Georgíu

Rauði kross Íslands hefur sent 6 milljónir króna í neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna aðgerða í kjölfar átakanna í Georgíu. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 600 milljónir íslenskra króna (8 milljónir svissneskra franka) og verður fénu varið til að aðstoða tugþúsundir manna sem hafa orðið verst úti í átökunum milli herliða Georgíu, Suður-Ossetíu og Rússlands.

Baðst afsökunar á framgöngu í fjölmiðlum

Magnús Skúlason, arkitekt og fulltrúi F-listans í skipulagsráði Reykjavíkurborgar, hefur trú á því að samkomulag náist um að Listaháskóli Íslands rísi á Frakkastígsreit við Laugaveg en að gera þurfi ákveðnar breytingar á byggingunni.

Óskar fékk grænt ljós frá flokksforystunni

Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins nýtur fulls stuðnings forystu Framsóknarflokksins til þess að ganga til meirihlutasamstarfs með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Óskar kæmi þá inn í meirihlutasamstarfið í stað Ólafs F. Magnússonar. Ekki kemur til greina af hálfu flokksins að Óskar kæmi inn í þriggja flokka samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Ólafi F.

Mosfellsbær verðlaunar fyrir fallega garða

Kristleifur Guðbjörnsson og Margrét Ólafsdóttir að Arkarholti 4 fengu viðurkenningu fyrir áratuga ræktunarstarf og eru að hljóta viðurkenningu í þriðja sinn en þau fengu síðast viðurkenningu fyrir garð sinn fyrir fjórtán árum.

Atvinnuleysi enn með minnsta móti

Atvinnuleysi í nýliðnum júlímánuði reyndist 1,1 prósent og var óbreytt frá júnímánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Telur álversframkvæmdir geta frestast um ár

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar, telur hættu á að álversframkvæmdir við Bakka tefjist um eitt ár en ekki nokkrar vikur vegna úrskurðar umhverfisráðherra. Hiti var í Húsvíkingum á fundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gærkvöld.

Segir samstarf við Ólaf ekki mistök

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta.

Þorsteinn Kragh í áframhaldandi þriggja vikna varðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í morgun á þá kröfu lögreglunnar að tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh, sem grunaður er ásamt Hollendingi um umfangsmikið fíkniefnasmygl með Norrænu, yrði úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Það er til þriggja vikna.

Sjálfstæðismenn vilja Óskar frekar en Ólaf

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna íhugar hvort slíta skuli meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra, gangi ekki að taka Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, inn í núverandi meirihluta, líkt og sjálfstæðismenn hafa hug á.

Marsibil: Held að enginn vilji eða geti unnið með Ólafi

Marsibil Sæmundardóttir, sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir það óhugsandi að Framsóknarflokkurinn muni vinna með Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra í mögulegu meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks, F-lista og Framsóknar.

Dagur: Mikil örvænting hjá Sjálfstæðisflokknum

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.

Gísli Marteinn hlakkar til námsvetrar í Edinborg

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist hafa fengið mikinn stuðning frá öðrum borgarfulltrúum, bæði í meirihluta og minnihluta, til að láta draum sinn um að komast í meistaranám í Edinborgarháskóla rætast.

Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í stóra hassmálinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun nú fyrir hádegi fara fram á það að tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh og Hollendingur, sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl með Norrænu, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Brenndist þegar hann steig í hver við Geysi

Spænskur ferðamaður hlaut annars stigs bruna upp á miðja ökkla á báðum fótum eftir að hann steig ofan í hver við Geysi í Haukadal í nótt. Lögreglan á Selfossi og sjúkralið var kvatt á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild á Selfossi þar sem gert var að sárum hans.

Slökkviliðið kallað að Sorpu á Sævarhöfða

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að útibúi Sopru á Sævarhöfða um hálffimm í morgun vegna elds sem logaði í tveimur rusla gámum. Slökkviliðsmenn frá einni stöð voru sendir á vettvang og þegar að var komið logaði nokkur eldur í gámunum.

Fundur með umhverfisráðherra vonbrigði

„Af okkar hálfu var fundurinn og svör ráðherra vonbrigði því við bjuggumst við að fá svör við ákveðnum kjarnaspurningum sem við höfðum fram að færa," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, eftir opinn fund Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, á Húsavík í kvöld. Þar var tekist á um nýlegan úrskurð hennar um að áhrif fyrirhugaðs álvers á Bakka á umhverfið skuli metin heildstætt.

Gísli Marteinn mun fljúga milli Skotlands og Reykjavíkur á borgarstjórnafundi

Eins og koma fram á Vísi í kvöld mun Gísli Marteinn Baldursson, borgarstjórnafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, halda í árslangt námsleyfi til Edinborgar í haust. Hann mun hins vegar fljúga á milli Reykjavíkur og Skotlands til þess að sækja borgarstjórnarfundi samkvæmt heimildum Vísis.

Ólafur tók hugmynd um samstarf með Framsókn fálega

Fréttastofa Sjónvarps fullyrti í kvöldfréttum sínum að Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur vilji Óskar Bergsson úr Framsókn inn í meirihlutasamstarf sitt og F-listans til þess að tryggja meirihlutann enn frekar. Samkvæmt heimildum Vísis var málið viðrað innan meirihlutans í dag og tók Ólafur fálega í hugmyndir sjálfstæðismanna að bæta framsóknarmönnum inn í meirihlutasamstarfið.

Birtíngur kaupir DV

Útgáfufélagið Birtíngur ehf. hefur keypt DV og dv.is af Dagblaðinu Vísi útgáfufélagi ehf. í. Birtíngur rekur fyrir tímaritaútgáfu sem m.a. gefur út blöðin Séð og Heyrt, Vikuna, Gestgjafann, Hús og hýbíli, Mannlíf, Nýtt líf og Söguna alla. Frá þessu er greint á dv.

Kveik í ruslatunnu við Bónusvideo

Kveikt var í ruslatunnu fyrir utan Bónusvideo við Laugalæk í kvöld. Ruslatunnan er staðsett í kjallaratröppum, upp við kjallaradyr, og því var í fyrstu talið að eldurinn kæmi inn úr kjallaranum.

Kaupsamningum fjölgar um 75 prósent milli mánaða

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu reyndust nærri 75 prósentum fleiri í nýliðnum júlí en mánuðinn á undan samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Samningarnir voru hins vegar nærri 64 prósentum færri miðað við júlí í fyrra.

Gísli Marteinn í ársleyfi frá borgarstjórn

Gísli Marteinn Baldursson mun flytja til Edinborgar í Skotlandi í haust ásamt fjölskyldu sinni en þar hyggst hann stunda nám í borgarfræðum. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann taka sér ársleyfi frá störfum sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og jafnframt víkja úr þeim nefndum sem hann hefur setið í, meðal annars umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Gísli gegnir formennsku.

Minnihlutinn vill auka fjárstreymið til Strætó bs en ekki skera niður

Það er með ólíkindum að á sama tíma og meirihlutinn leggur til framkvæmdir við Geirsgötu og Mýrargötu sem kosta munu á annan tug milljarða til úrlausna fyrir einkabílinn sé verið að leggja til niðurskurð á þjónustu Strætó bs upp á 300 milljónir króna. Svo segir í ályktun frá minnihlutanum í borgarstjórn.

Bæjarstjórar neita ásökunum samgönguráðherra

Samgönguráðherra segir að ekki sé hægt að tvöfalda hættulegasta kafla Suðurlandsvegar af því að heimamenn eigi eftir að vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu. Bæjarstjórar á svæðinu hafna þessu og segja að ekkert standi upp á þá til að framkvæmdir við tvöföldun vegarins geti hafist á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss. Þar hafa orðið tólf banaslys á undanförnum árum.

Unglingspiltur skotinn með loftbyssu

Unglingspiltur slapp með skrekkinn þegar hann varð fyrir skoti úr loftbyssu í Reykjavík í gær. Það varð piltinum til happs að vera með gleraugu en skotið fór í þau en við það kom sprunga í annað sjónglerið. Talið er víst að piltur á svipuðu reki hafi skotið úr byssunni en lögreglan á eftir að ræða við hann og foreldra hans um þetta alvarlega atvik.

Sjá næstu 50 fréttir