Innlent

Sláttumenn vekja borgarbúa

Lögregla segir í tilkynningu að enn berist tilkynningar um garðslátt á ókristilegum tíma.

Nær alltaf er kvartað vegna sláttumanna sem eru að störfum mjög seint á kvöldin eða nóttunni en í gærmorgun barst hins vegar kvörtun vegna manns sem hafði ráðist í garðslátt á höfuðborgarsvæðinu snemma morguns. Nágrannar hans voru ekki par hrifnir og höfðu samband við lögreglu en málið leysist farsællega. Lögregla gerir ráð fyrir að tilkynningum af þessu tagi fækki mjög á næstunni enda sé sumarið brátt á enda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×