Innlent

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík verða Hallveig

MYND/GVA

Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heitir nú Hallveig - ungir jafnaðarmenn í Reyjavík. Nafni félagsins var breytt á aðalfundi í gær um leið og ný stjórn var kjörin.

Nafnið nýja er sótt til landsámskonunnar Hallveigar Fróðadóttur sem er sögð hafa verið fyrsta húsfreyja Reykjavíkur. Á fundi Hallveigar í gær ályktuðu ungir jafnaðarmenn einnig um stöðu borgarmála. Var ástandið í borgamálunum harmað og sagt brýnt fyrir sitjandi borgarstjórn að breyta forgangsröð sinni, að setja fólkið í borginni, hag þeirra og málefni framar sérhagsmunum og átökum um stóla og völd.

„Fundargestir voru sammála um að nú á tímum efnahagsþrenginga væri mikilvægara en nokkru sinni að beina athyglinni að fólkinu í landinu og að stjórnvöldum bæri að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leggja fólki lið sem minna má sín við að halda sér á floti í gegnum erfiða tíma, segir í tilkynningu Hallveigar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×