Innlent

Sluppu lítið meidd í bílveltum í Skorradal

Tveir erlendir ferðamenn, karlmaður og kona, sluppu án alvarlegra meiðsla þegar jepplingur þeirra fór út af veginum við Hvamm í Skorradal um áttaleytið í gærkvöld.

Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum og fór hann nokkrar veltur. Fólkið var flutt á heilsugæslustöðina til aðhlynningar en það mun hafa hlotið nokkrar skrámur og marbletti í veltunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×