Innlent

Mánaðarfangelsi fyrir að villa á sér heimildir

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag nígerískan karlmann í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa við komuna til landsins framvísað fölsuðu vegabréfi. Samkvæmt vegabréfinu átti hann að vera svissneskur ríkisborgari. Maðurinn játaði brot sitt og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×