Innlent

Játar á sig hnífaárás á erlendan karlmann

Árásin átti sér stað á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu.
Árásin átti sér stað á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. MYND/Anton Brink

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurða karlmann í sex vikna gæsluvarðhald fyrir að hafa ráðist að erlendum karlmanni í miðborg Reykjavíkur fyrir verslunarmannahelgi og stungið hann með hnífi.

Maðurinn hefur játað á sig verknaðinn að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið var fram á varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna þar sem um alvarlega líkamsárás var að ræða. Reiknar Friðrik Smári með að búið verði að gefa út ákæru á hendur manninum áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út.

Þrír menn voru upphaflega handteknir í tengslum við málið eftir að eftirlitsmyndavélar sýndu að þeir hefðu verið á ferli nærri staðnum þar sem árásin átti sér stað. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×