Innlent

Fjölmargir MS sjúklingar bíða enn undralyfs

Á bilinu fimmtíu til sextíu MS sjúklingar bíða enn eftir að fá Tysabri lyfið sem hefur haft undraverð áhrif á sjúklinga. Formaður MS félagsins segir ólíðandi að láta sjúklinga bíða í svona langan tíma og aðstöðuleysi á spítalanum sé eina skýringin.

MS félagið hefur barist fyrir því að MS sjúklingar fái lyfið Tysabri sem hægir framgangi sjúkdómsins. Lyfið er gefið sjúklingum á fjögurra vikna fresti á taugadeild Landspítalans.

Í byrjun árs greindu forsvarsmenn landspítalans frá því að fimmtíu manns fengju lyfið á þessu ári. Tuttugu manns hafa nú þegar fengið lyfið en hátt í sextíu manns bíða enn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×