Fleiri fréttir

Hitabylgjur og úrhelli dynja á Norðurlandabúum

Norðurlandabúar eiga eftir að upplifa lengri hitabylgjur og meira regn. Til dæmis er gert ráð fyrir hitatímabilum í nánustu framtíð sem standa munu níu dögum lengur en í dag.

Aftur mótmæli við kínverska sendiráðið í dag

Í dag klukkan 13, er boðað til mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið, Víðimel 29. Tilgangur mótmælana er að þrýsta á kínversk yfirvöld að virða mannréttindi Tíbeta og hleypa alþjóðlegum mannréttindasamtökum inn í landið og sýna Tíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í sínu eigin landi.

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað vegna hvassviðris

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað vegna hvassviðris. Búið var að boða tónleika þar eftir hádegið en að sögn framkvæmdastjóra svæðisins verður annaðhvort að fresta þeim fram á páskadag eða annan í páskum.

Banaslys á Kringlumýrabraut

Banaslys varð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík á tíunda tímanum í kvöld. Karlmaður fæddur árið 1984 sem ók mótorhjóli rétt sunnan við Listabraut lést. Tildrög slyssins eru að öðru leyti ekki kunn

Farið fram á gæsluvarðhald yfir sprautunálaræningjum

Mennirnir þrír sem handteknir voru fyrr í dag í Breiðholti eru nú formlega grunaðir um að hafa framið ránið á Select stöðinni í morgun. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim en verið er að kanna hvort þeir eigi aðild að öðru ráni og tveimur ránstilraunum í Breiðholti.

Össur segir vert að skoða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir á pistli á heimasíðu sinni að vert sé að kanna vilja þjóðarinnar til aðildarviðræðna að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í pistli sínum hendir Össur á lofti ummæli Björns Bjarnasonar í þættinum Mannamál á Stöð 2 þar sem hann ræddi nauðsyn þess að Íslendingar komi sér upp vegvísi um hvað eigi að gera í Evrópumálum.

Miklar skipulagsbreytingar framundan á Egilsstöðum

Miklar skipulagsbreytingar eru framundan á Egilsstöðum en til stendur að breyta miðbæ staðarins.Gert er ráð fyrir að breytingar á muni kosta tæpan milljarð króna og er reiknað með að þeim ljúki eftir 3 ár.

Slegið í gegn í Héðinsfjarðargöngum

Söguleg tímamót urðu nú undir kvöld þegar bormenn rufu einangrun Héðinsfjarðar þegar þeir sprengdu síðasta haftið í jarðgöngunum til Siglufjarðar.

Veitti sprautunálaræningjanum eftirför eftir ránið

Ungur Íslendingur sem staddur er hér á landi í páskafríi varð vitni að sprautunálarráninu á Select stöðinni í morgun. Hann veitti ræningjanum eftirför og gaf síðan lögreglu skýrslu. Hann segir að ræninginn hafi verið einn á ferð.

Verkamenn á Grenimel beðnir um að fara sér hægt

Lögreglan hafði í morgun afskipti af fjórum verkamönnum í nýbyggingu við Grenimel í Reykjavík. Ástæðan var ekki sú að banna mönnunum að vinna á þessum helga degi, heldur snérist málið um hve snemma þeir hófu vinnu sína.

Jóga og bingó í blíðviðrinu á Austurvelli

Bingóspilarar og jógaiðkendur komu saman á Austurvelli í blíðskaparveðri í dag. Bingóspilararnir voru frá Vantrú, félagi trúleysingja, en með uppákomunni voru þeir að brýna fyrir fólki að engin ástæða sé til að láta sér leiðast á föstudaginn langa þrátt fyrir að helgidagalöggjöf banni bingó og aðrar skemmtanir á þessum degi.

Þrír í haldi vegna sprautunálarána

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrjá menn í haldi, grunaða um aðild að sprautunálaránum sem framin hafa verið undanfarna daga í Fellahverfi í Breiðholti, samkvæmt heimildum Vísis.

Skíðafjör á Siglufirði

Mikil og góð stemning er nú á skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal enda færið með eindæmum gott og veðrið milt. Mikill fjöldi fólks er samankominn á svæðinu sem heimamenn kalla besta skíðasvæði landsins.

Lést í bílslysi í Hafnarfirði

Konan sem lést í bílslysi í Hafnarfirði á miðvikudag hét Anna Guðrún Antonsdóttir til heimilis að Álfaskeiði 64 í Hafnarfirði.

Vatnslaust í Vaðneslandi

Vatnslaust er í Vaðneslandi og í Hraunborgum vegna rafmagnstruflana sem voru þar í gær og í nótt. Unnið er að viðgerð.

Viðrar vel til skíðaferða

Gott veður er nú um allt land til skíðaiðkunar. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan 10 til klukkan sex. Hiti er í kringum frostmark og vindur hægur.

Fíkniefnaakstur áberandi í nótt

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt fimm ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Af þeim voru tveir að auki kærðir fyrir ölvun við akstur.

Helstu þjóðvegir færir

Helstu þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir á ný eftir norðanáhlaupið í gær, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á sunnanverðum Vestfjörðum er þó þungfært á Klettshálsi og snjóþekja er á Kleifaheiði en mokstur stendur yfir.

Sprautunálarán óupplýst

Sprautunálaræninginn gengur enn laus, en rannsókn stendur enn yfir á tveimur keimlíkum ránum, sem framin voru í söluturnum í Fellahverfi í gær og í fyrrakvöld.

Passíusálmarnir lesnir í Hallgrímskirkju

Hinn árlegi lestur Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti hefst klukkan eitt. Að þessu sinni lesa félagar úr Mótettukórnum sálmana, en sumir sálmarnir verða sungnir af einsöngvurum, kór og eða söfnuðinum. Föstudagurinn langi hefst annars með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 11.

Einn í haldi vegna ránanna

Lögreglan hefur mann í haldi vegna tveggja rána sem framin voru í Breiðholti, annað í gærkvöldi en hitt í hádeginu í dag. Verið er að yfirheyra hann núna.

Friðardagskrá í Viðey frestað

Fyrirhugaðri friðardagskrá í Viðey var frestað vegna veðurs. Þó verða ferðir í Viðey þessa vikuna á meðan kveikt er á friðarsúlunni og myndlistasýningin verður opin. Allar nánari upplýsingar um ferðir er hægt að finna á elding.is.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á Digranesvegi fyrir fáeinum mínútum síðan. Sjúkraflutningamenn og lögregla voru kvödd á staðinn, en samvkvæmt upplýsingum frá þeim er ekki vitað hvort vegfarandinn er mikið slasaður.

Starfsemi komin á fullt í Turninum

Starfsemi er komin á fullt í hæsta húsi landsins í Kópavogi og starfa þar nú um tvö hundruð manns. Búið er að leigja út sautján af tuttugu hæðum Turnsins.

Aftakaveður á Kirkjubæjarklaustri

Aftakaveður er nú á Kirkjubæjarklaustri og fyrir austan Klaustur. Þar fjúka þakplötur og ýmislegt lauslegt og fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Flug enn úr skorðum

Enn eru flugsamgöngur úr skorðum vegna veðurs. Athugað verður með flug til Vestmannaeyja klukkan 16.45 og til Ísafjarðar klukkan 17.30.

Þak fauk af húsi í Vestmannaeyjum

Mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast þegar partur af þaki Netagerðar Ísfells í Vestmannaeyjum fauk í dag. Talsvert tjón varð á þakinu sjálfu enda fuku samtals um 130 fermetrar af þakinu burt.

Halda ólöglegt bingó á morgun

Félagið Vantrú stendur fyrir ólöglegu bingói á Austurvelli klukkan 13:00 á föstudeginum langa. Í tilkynningu frá Vantrú segir að allir séu velkomnir.

Sjá næstu 50 fréttir