Fleiri fréttir Hitabylgjur og úrhelli dynja á Norðurlandabúum Norðurlandabúar eiga eftir að upplifa lengri hitabylgjur og meira regn. Til dæmis er gert ráð fyrir hitatímabilum í nánustu framtíð sem standa munu níu dögum lengur en í dag. 22.3.2008 13:15 Bilun virðist vera í símkerfi lögreglunnar í borginni Bilun virðist vera í símkerfi LRH og næst ekki samband í gegnum aðalnúmer lögreglunnar við Hverfisgötu, 444 1000 og 444 1100. 22.3.2008 12:49 Ólöf Pétursdóttir dómstjóri er látin Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, lést 20.mars á Grensási, endurhæfingardeild LSH sextug að aldri. 22.3.2008 12:37 Aftur mótmæli við kínverska sendiráðið í dag Í dag klukkan 13, er boðað til mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið, Víðimel 29. Tilgangur mótmælana er að þrýsta á kínversk yfirvöld að virða mannréttindi Tíbeta og hleypa alþjóðlegum mannréttindasamtökum inn í landið og sýna Tíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í sínu eigin landi. 22.3.2008 10:49 Dópaður á bifhjóli reyndi að flýja undan lögreglu Lögreglan á Selfossi handtók mann á þrítugsaldri fyrir að aka bifhjóli undir áhrifum fíkniefna um kvöldmatarleytið í gær. 22.3.2008 10:44 Tvö minniháttar fíkniefnamál á Akureyri í nótt Tvö minniháttar fíkniefnamál komu inn á borð lögreglunnar á Akureyri í nótt. 22.3.2008 10:05 Tildrög banaslyssins á Kringlumýrarbraut enn óljós Tildörg banaslyssins sem varð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eru enn óljós. 22.3.2008 09:53 Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað vegna hvassviðris Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað vegna hvassviðris. Búið var að boða tónleika þar eftir hádegið en að sögn framkvæmdastjóra svæðisins verður annaðhvort að fresta þeim fram á páskadag eða annan í páskum. 22.3.2008 09:50 Vilja gæsluvarðhald í viku yfir sprautunálarræningjunum Lögreglan fór í gærkvöldi fram á viku gæsluvarðhald yfir sprautunálaræningjunum þremur í gærkvöldi. 22.3.2008 09:38 Banaslys á Kringlumýrabraut Banaslys varð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík á tíunda tímanum í kvöld. Karlmaður fæddur árið 1984 sem ók mótorhjóli rétt sunnan við Listabraut lést. Tildrög slyssins eru að öðru leyti ekki kunn 22.3.2008 01:32 Farið fram á gæsluvarðhald yfir sprautunálaræningjum Mennirnir þrír sem handteknir voru fyrr í dag í Breiðholti eru nú formlega grunaðir um að hafa framið ránið á Select stöðinni í morgun. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim en verið er að kanna hvort þeir eigi aðild að öðru ráni og tveimur ránstilraunum í Breiðholti. 21.3.2008 17:57 Össur segir vert að skoða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir á pistli á heimasíðu sinni að vert sé að kanna vilja þjóðarinnar til aðildarviðræðna að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í pistli sínum hendir Össur á lofti ummæli Björns Bjarnasonar í þættinum Mannamál á Stöð 2 þar sem hann ræddi nauðsyn þess að Íslendingar komi sér upp vegvísi um hvað eigi að gera í Evrópumálum. 21.3.2008 20:00 Miklar skipulagsbreytingar framundan á Egilsstöðum Miklar skipulagsbreytingar eru framundan á Egilsstöðum en til stendur að breyta miðbæ staðarins.Gert er ráð fyrir að breytingar á muni kosta tæpan milljarð króna og er reiknað með að þeim ljúki eftir 3 ár. 21.3.2008 19:00 Passíusálmarnir lesnir og sungnir Hinn árlegi lestur Passíusálmanna fór fram í Hallgrímskirkju í dag í tilefni af föstudeginum langa. 21.3.2008 19:00 Slegið í gegn í Héðinsfjarðargöngum Söguleg tímamót urðu nú undir kvöld þegar bormenn rufu einangrun Héðinsfjarðar þegar þeir sprengdu síðasta haftið í jarðgöngunum til Siglufjarðar. 21.3.2008 18:45 Matsferli hafið við virkjun á Þeistareykjum Matsferli er hafið við 150 megawatta virkjun á Þeistareykjum sem og tvær háspennulínur vegna álvers á Húsavík. 21.3.2008 18:39 Veitti sprautunálaræningjanum eftirför eftir ránið Ungur Íslendingur sem staddur er hér á landi í páskafríi varð vitni að sprautunálarráninu á Select stöðinni í morgun. Hann veitti ræningjanum eftirför og gaf síðan lögreglu skýrslu. Hann segir að ræninginn hafi verið einn á ferð. 21.3.2008 17:05 Verkamenn á Grenimel beðnir um að fara sér hægt Lögreglan hafði í morgun afskipti af fjórum verkamönnum í nýbyggingu við Grenimel í Reykjavík. Ástæðan var ekki sú að banna mönnunum að vinna á þessum helga degi, heldur snérist málið um hve snemma þeir hófu vinnu sína. 21.3.2008 15:35 Jóga og bingó í blíðviðrinu á Austurvelli Bingóspilarar og jógaiðkendur komu saman á Austurvelli í blíðskaparveðri í dag. Bingóspilararnir voru frá Vantrú, félagi trúleysingja, en með uppákomunni voru þeir að brýna fyrir fólki að engin ástæða sé til að láta sér leiðast á föstudaginn langa þrátt fyrir að helgidagalöggjöf banni bingó og aðrar skemmtanir á þessum degi. 21.3.2008 14:57 Þrír í haldi vegna sprautunálarána Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrjá menn í haldi, grunaða um aðild að sprautunálaránum sem framin hafa verið undanfarna daga í Fellahverfi í Breiðholti, samkvæmt heimildum Vísis. 21.3.2008 13:30 Skíðafjör á Siglufirði Mikil og góð stemning er nú á skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal enda færið með eindæmum gott og veðrið milt. Mikill fjöldi fólks er samankominn á svæðinu sem heimamenn kalla besta skíðasvæði landsins. 21.3.2008 13:28 Lést í bílslysi í Hafnarfirði Konan sem lést í bílslysi í Hafnarfirði á miðvikudag hét Anna Guðrún Antonsdóttir til heimilis að Álfaskeiði 64 í Hafnarfirði. 21.3.2008 13:03 Vatnslaust í Vaðneslandi Vatnslaust er í Vaðneslandi og í Hraunborgum vegna rafmagnstruflana sem voru þar í gær og í nótt. Unnið er að viðgerð. 21.3.2008 12:48 Þriðja sprautunálaránið framið við Suðurfell Þriðja sprautunálaránið var framið um ellefuleytið í morgun þegar þrír menn vopnaðir sprautunálum réðust inn á Select stöð við Suðurfell og ógnuðu starfsfólki þar. 21.3.2008 11:34 Viðrar vel til skíðaferða Gott veður er nú um allt land til skíðaiðkunar. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan 10 til klukkan sex. Hiti er í kringum frostmark og vindur hægur. 21.3.2008 10:19 Fíkniefnaakstur áberandi í nótt Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt fimm ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Af þeim voru tveir að auki kærðir fyrir ölvun við akstur. 21.3.2008 10:05 Helstu þjóðvegir færir Helstu þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir á ný eftir norðanáhlaupið í gær, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á sunnanverðum Vestfjörðum er þó þungfært á Klettshálsi og snjóþekja er á Kleifaheiði en mokstur stendur yfir. 21.3.2008 10:00 Sprautunálarán óupplýst Sprautunálaræninginn gengur enn laus, en rannsókn stendur enn yfir á tveimur keimlíkum ránum, sem framin voru í söluturnum í Fellahverfi í gær og í fyrrakvöld. 21.3.2008 09:55 Passíusálmarnir lesnir í Hallgrímskirkju Hinn árlegi lestur Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti hefst klukkan eitt. Að þessu sinni lesa félagar úr Mótettukórnum sálmana, en sumir sálmarnir verða sungnir af einsöngvurum, kór og eða söfnuðinum. Föstudagurinn langi hefst annars með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 11. 21.3.2008 09:00 Telur tal um að sniðganga Ólympíuleikana vera skaðlegt Það hefur ekki verið rætt á vettvangi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að sniðganga Ólympíuleikana í Peking í Kína, að sögn Ólafs Rafnssonar, formanns sambandsins. 20.3.2008 20:09 Einn í haldi vegna ránanna Lögreglan hefur mann í haldi vegna tveggja rána sem framin voru í Breiðholti, annað í gærkvöldi en hitt í hádeginu í dag. Verið er að yfirheyra hann núna. 20.3.2008 16:54 Friðardagskrá í Viðey frestað Fyrirhugaðri friðardagskrá í Viðey var frestað vegna veðurs. Þó verða ferðir í Viðey þessa vikuna á meðan kveikt er á friðarsúlunni og myndlistasýningin verður opin. Allar nánari upplýsingar um ferðir er hægt að finna á elding.is. 20.3.2008 18:27 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda á Digranesvegi fyrir fáeinum mínútum síðan. Sjúkraflutningamenn og lögregla voru kvödd á staðinn, en samvkvæmt upplýsingum frá þeim er ekki vitað hvort vegfarandinn er mikið slasaður. 20.3.2008 17:45 Undirbúningur í fullum gangi fyrir Aldrei fór ég suður Undirbúningur er í fullum gangi á Ísafirði fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst annað kvöld. 20.3.2008 19:12 Starfsemi komin á fullt í Turninum Starfsemi er komin á fullt í hæsta húsi landsins í Kópavogi og starfa þar nú um tvö hundruð manns. Búið er að leigja út sautján af tuttugu hæðum Turnsins. 20.3.2008 19:08 Aftakaveður á Kirkjubæjarklaustri Aftakaveður er nú á Kirkjubæjarklaustri og fyrir austan Klaustur. Þar fjúka þakplötur og ýmislegt lauslegt og fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að óþörfu. 20.3.2008 16:58 Flug enn úr skorðum Enn eru flugsamgöngur úr skorðum vegna veðurs. Athugað verður með flug til Vestmannaeyja klukkan 16.45 og til Ísafjarðar klukkan 17.30. 20.3.2008 16:34 Björgunarsveitir sóttu fólk í Víkurskarð Björgunarsveitin Týr á Svalbarðsströnd var kölluð út fyrr í dag til að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem sátu fastir í Víkurskarði. 20.3.2008 16:05 Þak fauk af húsi í Vestmannaeyjum Mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast þegar partur af þaki Netagerðar Ísfells í Vestmannaeyjum fauk í dag. Talsvert tjón varð á þakinu sjálfu enda fuku samtals um 130 fermetrar af þakinu burt. 20.3.2008 16:01 Halda ólöglegt bingó á morgun Félagið Vantrú stendur fyrir ólöglegu bingói á Austurvelli klukkan 13:00 á föstudeginum langa. Í tilkynningu frá Vantrú segir að allir séu velkomnir. 20.3.2008 14:56 Ófært sums staðar á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi Vegagerðin varar við versnandi veðri á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi og sums staðar er orðið ófært. 20.3.2008 14:44 Kanna með flug til þriggja staða á fjórða tímanum Ekkert hefur verið flogið til Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Egilsstaða frá því snemma í morgun vegna veðurs en kanna á með flug til staðanna á fjórða tímanum. 20.3.2008 14:37 Skemmtistöðum lokað á miðnætti Skemmti- og veitingastöðum verður lokað á miðnætti og ekki er heimilt að opna þá aftur fyrr en á miðnætti á morgun. 20.3.2008 12:45 Annað sprautunálarrán í Breiðholti Annað rán með sprautunál var framið í söluturni í Breiðholti nú um hádegisbil. 20.3.2008 12:43 Varað við versnandi veðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Vegagerðin varar við versnandi veðri á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi og er þegar ófært um Víkurskarð. 20.3.2008 12:29 Sjá næstu 50 fréttir
Hitabylgjur og úrhelli dynja á Norðurlandabúum Norðurlandabúar eiga eftir að upplifa lengri hitabylgjur og meira regn. Til dæmis er gert ráð fyrir hitatímabilum í nánustu framtíð sem standa munu níu dögum lengur en í dag. 22.3.2008 13:15
Bilun virðist vera í símkerfi lögreglunnar í borginni Bilun virðist vera í símkerfi LRH og næst ekki samband í gegnum aðalnúmer lögreglunnar við Hverfisgötu, 444 1000 og 444 1100. 22.3.2008 12:49
Ólöf Pétursdóttir dómstjóri er látin Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, lést 20.mars á Grensási, endurhæfingardeild LSH sextug að aldri. 22.3.2008 12:37
Aftur mótmæli við kínverska sendiráðið í dag Í dag klukkan 13, er boðað til mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið, Víðimel 29. Tilgangur mótmælana er að þrýsta á kínversk yfirvöld að virða mannréttindi Tíbeta og hleypa alþjóðlegum mannréttindasamtökum inn í landið og sýna Tíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í sínu eigin landi. 22.3.2008 10:49
Dópaður á bifhjóli reyndi að flýja undan lögreglu Lögreglan á Selfossi handtók mann á þrítugsaldri fyrir að aka bifhjóli undir áhrifum fíkniefna um kvöldmatarleytið í gær. 22.3.2008 10:44
Tvö minniháttar fíkniefnamál á Akureyri í nótt Tvö minniháttar fíkniefnamál komu inn á borð lögreglunnar á Akureyri í nótt. 22.3.2008 10:05
Tildrög banaslyssins á Kringlumýrarbraut enn óljós Tildörg banaslyssins sem varð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eru enn óljós. 22.3.2008 09:53
Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað vegna hvassviðris Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað vegna hvassviðris. Búið var að boða tónleika þar eftir hádegið en að sögn framkvæmdastjóra svæðisins verður annaðhvort að fresta þeim fram á páskadag eða annan í páskum. 22.3.2008 09:50
Vilja gæsluvarðhald í viku yfir sprautunálarræningjunum Lögreglan fór í gærkvöldi fram á viku gæsluvarðhald yfir sprautunálaræningjunum þremur í gærkvöldi. 22.3.2008 09:38
Banaslys á Kringlumýrabraut Banaslys varð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík á tíunda tímanum í kvöld. Karlmaður fæddur árið 1984 sem ók mótorhjóli rétt sunnan við Listabraut lést. Tildrög slyssins eru að öðru leyti ekki kunn 22.3.2008 01:32
Farið fram á gæsluvarðhald yfir sprautunálaræningjum Mennirnir þrír sem handteknir voru fyrr í dag í Breiðholti eru nú formlega grunaðir um að hafa framið ránið á Select stöðinni í morgun. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim en verið er að kanna hvort þeir eigi aðild að öðru ráni og tveimur ránstilraunum í Breiðholti. 21.3.2008 17:57
Össur segir vert að skoða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir á pistli á heimasíðu sinni að vert sé að kanna vilja þjóðarinnar til aðildarviðræðna að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í pistli sínum hendir Össur á lofti ummæli Björns Bjarnasonar í þættinum Mannamál á Stöð 2 þar sem hann ræddi nauðsyn þess að Íslendingar komi sér upp vegvísi um hvað eigi að gera í Evrópumálum. 21.3.2008 20:00
Miklar skipulagsbreytingar framundan á Egilsstöðum Miklar skipulagsbreytingar eru framundan á Egilsstöðum en til stendur að breyta miðbæ staðarins.Gert er ráð fyrir að breytingar á muni kosta tæpan milljarð króna og er reiknað með að þeim ljúki eftir 3 ár. 21.3.2008 19:00
Passíusálmarnir lesnir og sungnir Hinn árlegi lestur Passíusálmanna fór fram í Hallgrímskirkju í dag í tilefni af föstudeginum langa. 21.3.2008 19:00
Slegið í gegn í Héðinsfjarðargöngum Söguleg tímamót urðu nú undir kvöld þegar bormenn rufu einangrun Héðinsfjarðar þegar þeir sprengdu síðasta haftið í jarðgöngunum til Siglufjarðar. 21.3.2008 18:45
Matsferli hafið við virkjun á Þeistareykjum Matsferli er hafið við 150 megawatta virkjun á Þeistareykjum sem og tvær háspennulínur vegna álvers á Húsavík. 21.3.2008 18:39
Veitti sprautunálaræningjanum eftirför eftir ránið Ungur Íslendingur sem staddur er hér á landi í páskafríi varð vitni að sprautunálarráninu á Select stöðinni í morgun. Hann veitti ræningjanum eftirför og gaf síðan lögreglu skýrslu. Hann segir að ræninginn hafi verið einn á ferð. 21.3.2008 17:05
Verkamenn á Grenimel beðnir um að fara sér hægt Lögreglan hafði í morgun afskipti af fjórum verkamönnum í nýbyggingu við Grenimel í Reykjavík. Ástæðan var ekki sú að banna mönnunum að vinna á þessum helga degi, heldur snérist málið um hve snemma þeir hófu vinnu sína. 21.3.2008 15:35
Jóga og bingó í blíðviðrinu á Austurvelli Bingóspilarar og jógaiðkendur komu saman á Austurvelli í blíðskaparveðri í dag. Bingóspilararnir voru frá Vantrú, félagi trúleysingja, en með uppákomunni voru þeir að brýna fyrir fólki að engin ástæða sé til að láta sér leiðast á föstudaginn langa þrátt fyrir að helgidagalöggjöf banni bingó og aðrar skemmtanir á þessum degi. 21.3.2008 14:57
Þrír í haldi vegna sprautunálarána Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrjá menn í haldi, grunaða um aðild að sprautunálaránum sem framin hafa verið undanfarna daga í Fellahverfi í Breiðholti, samkvæmt heimildum Vísis. 21.3.2008 13:30
Skíðafjör á Siglufirði Mikil og góð stemning er nú á skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal enda færið með eindæmum gott og veðrið milt. Mikill fjöldi fólks er samankominn á svæðinu sem heimamenn kalla besta skíðasvæði landsins. 21.3.2008 13:28
Lést í bílslysi í Hafnarfirði Konan sem lést í bílslysi í Hafnarfirði á miðvikudag hét Anna Guðrún Antonsdóttir til heimilis að Álfaskeiði 64 í Hafnarfirði. 21.3.2008 13:03
Vatnslaust í Vaðneslandi Vatnslaust er í Vaðneslandi og í Hraunborgum vegna rafmagnstruflana sem voru þar í gær og í nótt. Unnið er að viðgerð. 21.3.2008 12:48
Þriðja sprautunálaránið framið við Suðurfell Þriðja sprautunálaránið var framið um ellefuleytið í morgun þegar þrír menn vopnaðir sprautunálum réðust inn á Select stöð við Suðurfell og ógnuðu starfsfólki þar. 21.3.2008 11:34
Viðrar vel til skíðaferða Gott veður er nú um allt land til skíðaiðkunar. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan 10 til klukkan sex. Hiti er í kringum frostmark og vindur hægur. 21.3.2008 10:19
Fíkniefnaakstur áberandi í nótt Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt fimm ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Af þeim voru tveir að auki kærðir fyrir ölvun við akstur. 21.3.2008 10:05
Helstu þjóðvegir færir Helstu þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir á ný eftir norðanáhlaupið í gær, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á sunnanverðum Vestfjörðum er þó þungfært á Klettshálsi og snjóþekja er á Kleifaheiði en mokstur stendur yfir. 21.3.2008 10:00
Sprautunálarán óupplýst Sprautunálaræninginn gengur enn laus, en rannsókn stendur enn yfir á tveimur keimlíkum ránum, sem framin voru í söluturnum í Fellahverfi í gær og í fyrrakvöld. 21.3.2008 09:55
Passíusálmarnir lesnir í Hallgrímskirkju Hinn árlegi lestur Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti hefst klukkan eitt. Að þessu sinni lesa félagar úr Mótettukórnum sálmana, en sumir sálmarnir verða sungnir af einsöngvurum, kór og eða söfnuðinum. Föstudagurinn langi hefst annars með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 11. 21.3.2008 09:00
Telur tal um að sniðganga Ólympíuleikana vera skaðlegt Það hefur ekki verið rætt á vettvangi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að sniðganga Ólympíuleikana í Peking í Kína, að sögn Ólafs Rafnssonar, formanns sambandsins. 20.3.2008 20:09
Einn í haldi vegna ránanna Lögreglan hefur mann í haldi vegna tveggja rána sem framin voru í Breiðholti, annað í gærkvöldi en hitt í hádeginu í dag. Verið er að yfirheyra hann núna. 20.3.2008 16:54
Friðardagskrá í Viðey frestað Fyrirhugaðri friðardagskrá í Viðey var frestað vegna veðurs. Þó verða ferðir í Viðey þessa vikuna á meðan kveikt er á friðarsúlunni og myndlistasýningin verður opin. Allar nánari upplýsingar um ferðir er hægt að finna á elding.is. 20.3.2008 18:27
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda á Digranesvegi fyrir fáeinum mínútum síðan. Sjúkraflutningamenn og lögregla voru kvödd á staðinn, en samvkvæmt upplýsingum frá þeim er ekki vitað hvort vegfarandinn er mikið slasaður. 20.3.2008 17:45
Undirbúningur í fullum gangi fyrir Aldrei fór ég suður Undirbúningur er í fullum gangi á Ísafirði fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst annað kvöld. 20.3.2008 19:12
Starfsemi komin á fullt í Turninum Starfsemi er komin á fullt í hæsta húsi landsins í Kópavogi og starfa þar nú um tvö hundruð manns. Búið er að leigja út sautján af tuttugu hæðum Turnsins. 20.3.2008 19:08
Aftakaveður á Kirkjubæjarklaustri Aftakaveður er nú á Kirkjubæjarklaustri og fyrir austan Klaustur. Þar fjúka þakplötur og ýmislegt lauslegt og fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að óþörfu. 20.3.2008 16:58
Flug enn úr skorðum Enn eru flugsamgöngur úr skorðum vegna veðurs. Athugað verður með flug til Vestmannaeyja klukkan 16.45 og til Ísafjarðar klukkan 17.30. 20.3.2008 16:34
Björgunarsveitir sóttu fólk í Víkurskarð Björgunarsveitin Týr á Svalbarðsströnd var kölluð út fyrr í dag til að aðstoða ökumenn tveggja bíla sem sátu fastir í Víkurskarði. 20.3.2008 16:05
Þak fauk af húsi í Vestmannaeyjum Mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast þegar partur af þaki Netagerðar Ísfells í Vestmannaeyjum fauk í dag. Talsvert tjón varð á þakinu sjálfu enda fuku samtals um 130 fermetrar af þakinu burt. 20.3.2008 16:01
Halda ólöglegt bingó á morgun Félagið Vantrú stendur fyrir ólöglegu bingói á Austurvelli klukkan 13:00 á föstudeginum langa. Í tilkynningu frá Vantrú segir að allir séu velkomnir. 20.3.2008 14:56
Ófært sums staðar á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi Vegagerðin varar við versnandi veðri á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi og sums staðar er orðið ófært. 20.3.2008 14:44
Kanna með flug til þriggja staða á fjórða tímanum Ekkert hefur verið flogið til Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Egilsstaða frá því snemma í morgun vegna veðurs en kanna á með flug til staðanna á fjórða tímanum. 20.3.2008 14:37
Skemmtistöðum lokað á miðnætti Skemmti- og veitingastöðum verður lokað á miðnætti og ekki er heimilt að opna þá aftur fyrr en á miðnætti á morgun. 20.3.2008 12:45
Annað sprautunálarrán í Breiðholti Annað rán með sprautunál var framið í söluturni í Breiðholti nú um hádegisbil. 20.3.2008 12:43
Varað við versnandi veðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Vegagerðin varar við versnandi veðri á Vestfjörðum og Norður- og Norðausturlandi og er þegar ófært um Víkurskarð. 20.3.2008 12:29