Innlent

Miklar skipulagsbreytingar framundan á Egilsstöðum

Miklar skipulagsbreytingar eru framundan á Egilsstöðum en til stendur að breyta miðbæ staðarins.Gert er ráð fyrir að breytingar á muni kosta tæpan milljarð króna og er reiknað með að þeim ljúki eftir 3 ár.

Fyrir nokkrum árum var gert nýtt skipulag á miðbæ Egilsstaða. undirbúningi fyrir breytingarnar er að ljúka og búið er að bjóða út fyrsta áfangann.

Áfanginn sem um ræðir er Strikið eða Rauði dregillinn eins og sumir kalla hann. Kostnaður við hann er um 100 milljónir króna. Í framhaldinu verður farið í uppbyggingu á húsnæði á svæðinu og er meðal annars verið að ræða við stjórnvöld um hvernig þau hugsanlega koma að byggingu menningarhúss á svæðinu.

Verklok er áætluð eftir um það bil 3 ár en þegar allt er talið mun kostnaðurinn nema tæpum milljarði króna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×